Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in “úrkynjast”

frettinInnlendarLeave a Comment

Aðstand­end­ur Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna hafa tekið þá ákvörðun að fella út þá kyn­greindu flokka sem eft­ir standa frá og með verðlauna­hátíðinni 2022, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá þeim. Seg­ir að því verði ekki veitt sér­verðlaun fyr­ir söngv­ara og/​eða söng­kon­ur held­ur flokk­arn­ir sam­einaðir og verðlaun veitt fyr­ir söng árs­ins, hvers kyns sem viðkom­andi er.

Kristján Freyr, fram­kvæmda­stjóri Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna, seg­ir í til­kynn­ing­unni að þetta sé tákn um nýja tíma og að ein­hug­ur aðild­ar­fé­laga tón­listar­fólks hafi verið al­gjör um þessa ákvörðun. „Nýtt og betra sam­fé­lag kall­ar eft­ir álíka breyt­ing­um og sýn­ir að við erum ekki leng­ur svo póla­ríseruð eða bara tví­víð. Við erum alls kon­ar, sís, trans, in­ter­sex, kynseg­in; kon­ur, karl­ar og kvár. Kyn­in eru ekki bara í steríó,“ er haft eft­ir hon­um.

„Það lít­ur því út fyr­ir að þeir söngv­ar­ar og söng­kon­ur sem hlutu verðlaun í sín­um flokk­um í apríl síðastliðinn hafi verið þau síðustu að hljóta þá nafn­bót. Það voru þau Högni Eg­ils­son, Bríet Ísis Elf­ar, Álf­heiður Erla Guðmunds­dótt­ir og Stu­art Skelt­on sem voru söngv­ar­ar og söng­kon­ur árs­ins á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um 2021,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og að Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in verði veitt í mars á þessu ári. Opnað var fyr­ir inn­send­ing­ar til verðlaun­anna 1. janú­ar á Ist­on.is.

Mbl greindi frá.

Skildu eftir skilaboð