Umboðsmaður barna leggur til að skólarnir verði ekki notaðir í bólusetningar

frettinInnlendar1 Comment

„Við höf­um lagt til að þessi ákvörðun verði end­ur­skoðuð,“ seg­ir Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, í sam­tali við mbl.is um að bólu­setn­ing barna á aldr­in­um 5-11 ára við Covid-19 fari fram í skól­um.

Sal­vör seg­ir að hún og skrif­stofa umboðsmanns hafi fengið sterk viðbrögð við ákvörðun­inni og verið í sam­bandi við sótt­varna­yf­ir­völd vegna fyr­ir­komu­lags­ins.

„Við höf­um fengið mjög sterk viðbrögð frá for­eldr­um þess ef­ins að bólu­setn­ing­arn­ar fari ekki fram í skól­an­um. Fólk hef­ur auðvitað mis­mun­andi skoðanir á því hvort að bólu­setja eigi börn­in og við get­um ekki tekið af­stöðu til þess en við finn­um að það að þetta eigi að fara fram í skól­un­um vek­ur mjög sterk viðbrögð. Mögu­lega vegna þess að fólk vilji taka sér lengri tíma til að hugsa málið eða jafn­vel ætli ekki að bólu­setja börn­in til a byrja með,“ seg­ir Sal­vör.

Virða beri viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar

Hún seg­ir mik­il­vægt að þess­ar viðkvæmu per­sónu­upp­lýs­ing­ar um börn­in, hvort að þau þiggi bólu­setn­ingu eða ekki, séu virt­ar. „Að þetta fari fram með fé­lög­un­um, að það geti orðið umræða á meðal krakk­anna eft­ir á. Þetta fyr­ir­komu­lag er í raun­inni opið gagn­vart öðrum krökk­um, for­eldr­um, kenn­ur­um og skóla­sam­fé­lag­inu, hver fer síðan í bólu­setn­ingu og hver ekki.“

Þá bend­ir Sal­vör á að skól­inn sé ekki endi­lega besti staður­inn til að hlúa að börn­um, skildu þau vera hrædd eða líða yfir ein­hver. „Þau vilja held­ur kannski ekki vera í þeirri aðstöðu gagn­vart öðrum börn­um,“ seg­ir Sal­vör.

Hag­kvæmi ekki í fyr­ir­rúmi

Umboðsmaður barna hef­ur lagt fram mat til sótt­varna­yf­ir­valda þess efn­is, að óánægja með fyr­ir­komu­lagið á meðal for­eldra kalli á að bólu­setn­ing­arn­ar verði færðar inn á heilsu­gæslu­stöðvarn­ar. Mik­il­vægt sé að hag­kvæm­is­rök verð ekki í fyr­ir­rúmi held­ur hags­mun­ir barn­anna þegar kem­ur að fram­kvæmd­inni.

Mbl greindi frá.

One Comment on “Umboðsmaður barna leggur til að skólarnir verði ekki notaðir í bólusetningar”

  1. Góð tíðindi, nú verðum við að fylgja þessu eftir. Kærar þakkir Salvör.

Skildu eftir skilaboð