Sjúkratryggingum Íslands hefur borist 23 umsóknir um bætur vegna Covid bólusetninga. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttarinnar.
Skilyrði þess að fallist sé á bætur er að orsakatengsl teljist vera fyrir hendi á milli bólusetningar og tjóns auk þess að tjón nái lágmarksbótafjárhæð laga, sem eru 120.000 krónur.
Lyfjastofnun hefur borist tæplega 6000 tilkynningar um aukaverkanir, þar af 261 alvarleg. Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem ,,aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum og jafnframt aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða eða veldur ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum hjá dýrum.“
Ef allar þessar umsóknir til Sjúkratrygginga eiga við rök að styðjast eru þetta 80 alvarleg aukaverkanamál á hverja milljón sem eru komnin þarna fram nú þegar. Til samanburðar er almennt gert ráð fyrir um 1-2 aukaverkunum á hverjar milljón bólusetninga. Það er búið að bólusetja um 290.000 Íslendinga með Covid bóluefni.