Bólusettir tvöfalt líklegri til að smitast – nálgumst hápunkt sálsýkinnar

frettinInnlendar2 Comments

Þorsteinn Sigulaugsson hagfræðingur skrifar eftirfarandi færslu á bloggsíðu sinni:

Nú eru fullbólusettir tvöfalt líklegri til að smitast af kóvít en óbólusettir.

Smittíðni þríbólusettra hefur meira en tífaldast frá 20. desember og er nú 70% af smittíðni meðal óbólusettra. Eftir fáeina daga verður hún orðin hærri.

Þá er auðvitað lausnin sú að veita þeim sem smita mest sérstakar undanþágur. Gleymum því ekki heldur að dánarhlutfall vegna þessa ,,hræðilega vágests" á síðasta ári hérlendis var 0.03% - talsvert lægra en vegna flensu.

Við hljótum að vera að nálgast hápunkt sálsýkinnar.


Image

2 Comments on “Bólusettir tvöfalt líklegri til að smitast – nálgumst hápunkt sálsýkinnar”

  1. Það er flott þegar hagfræðingar eru sérfræðingar í heilbrigðismálum en hann hefur líklega ekki náð hagfræðinni í fyrstu tilraun. Ef þetta væru hlutfallstölur þá má sjá að óbólusettir smitast töluvert meira (13x) og það sem verra er að þeir verða oft miklu veikari. Covid ofan í lungu hjá óbólusettum er dauðans alvara.
    Hins vegar hefur komið í ljós eins og með önnur bóluefni (t.d. flensu) að það þarf endurtekningu til þess að ná vörn.

  2. Hvernig getur útskrifaður hagfræðingur verið þannig gefinn að hann grípur ekki hlutfallshugtakið?

Skildu eftir skilaboð