Að sögn klínísks bandarísks geðlæknis Dr. Mark McDonald, eiga tíðar lokanir skóla auk grímuskyldu eftir að leiða af sér lækkandi greindarvísitölu og minnkandi félagsfærni barna og unglinga.
Í viðtali við Cindy Drukier í þættinum "The Nations Speaks" vísaði Dr. McDonald í rannsókn sem framkvæmd er af Brown háskólanum og sýndi að börn sem fædd eru í heimsfaraldrinum hafa töluvert skertari færni til að læra og tjá sig, auk skertrar hreyfigetu samanborið við börn fædd fyrir heimsfaraldurinn.”
Andlitsgrímur, tíðar lokanir í skólum og Zoom fjarkennslutímar hafa leitt til breytinga á félagslegri nærveru eins og að horfa framan í andlit jafnaldra sinna. Það að börn séu föst heima allan daginn hefur gert það að verkum að sá hluti heilans sem snýr að félagsfærni nær ekki viðundandi þroska.
Í öðru viðtali í fyrrnefndum þætti benti Carl Heneghan á að óttinn sem við innrætum í börnin hafi leitt til vaxandi sálrænna vandamála. Heneghan vitnaði til rannsóknar sem sýndi fram á að átta af hverjum tíu börnum og unglingum sýndu af sér verri hegðun og glímdu við fleiri sálræna kvilla vegna COVID-19 faraldursins.
Lokanir skóla leiddu til aukins kvíða, einmannaleika ásamt aukinni streitu. Aukning á neikvæðum tilfinningum var í beinu samhengi við lengd skólalokanna. Andleg heilsa var verri meðal stúlkna og eldri unglinga. Unglingar eldri en 12 ára stóðu sig líka verr en börn yngri en 12 ára, þar sem unglingar standa frammi fyrir auknum hópþrýstingi, félagslegum þrýstingi og eru einnig meðvitaðri um skilaboð sem berast um allan heim, að sögn Heneghan. ,,Það mikilvægasta er að draga úr öllum ótta og kvíða í kringum COVID hjá börnum, sagði Heneghan. Fyrir börn er COVID í raun mjög áhættulítill sjúkdómur og börn ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af áhrifum hans á sjálf sig eða framtíðarheilsu sína.
Samkvæmt rannsókn sem var framkvæmd 20. desember 2021, sýndu gögn frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) að aðsókn í sálfræðiþjónustu jókst um 24% hjá 5 til 11 ára börnum og 31% hjá 12 til 17 ára, samanborið við gögn frá 2019. McDonald sagðist hafa hséð börn „forðast augnsamband, væta buxurnar og/eða pissa undir á næturna ásamt því að eiga erfitt með að vera fjarri foreldrum sínum til lengri tíma.
Unglingar hafi hinsvegar náð að festast enn frekar á samfélagsmiðlum, snjallsímum og samskiptum gegnum Zoom að því marki að þá langar ekki lengur til að fara út úr húsi.
Enn fremur ávítaði McDonald stjórnvöld og fjölmiðla fyrir að þvinga börn til röklausar hegðunar eins og að borða úti í 40 stiga hita og stunda íþróttir með grímu fyrir andliti.
Frá og með 27. desember 2021, hefur stjórn Biden hvatt til þess að börn sem eru „of ung fyrir bólusetningu“ að umgangast aðeins þá sem eru bólusettir ásamt því að nota grímur innandyra í öllum almenningsrýmum, þar með talið skólum. Samkvæmt Covid áætlunum á heimasíðu Hvíta hússins segir að það mikilvægasta sem foreldrar geta gert fyrir börnin sín sé að koma þeim í bólusetningu.“
Frá og með 27. desember 2021 greinir vefsíðan frá því að meira en helmingur unglinga þjóðarinnar hafi verið bólusettur.