,,Sannleikurinn er samstöðunni æðri“ – börnin bólusett á fölskum forsendum

frettinInnlendarLeave a Comment

Eftir Erling Óskar Kristjánsson verkfræðing, greinin birtist í Morgunblaðinu í dag:

„Það að teymi sótt­varna­lækn­is hafi ekki leiðrétt mat hans bend­ir til þess að eng­in áreiðan­leg grein­ing á ávinn­ingi og áhættu hafi átt sér stað hjá embætt­inu.“

Sér­fræðing­ar eru ekki ein­huga um ágæti þess að bólu­setja heil­brigð 5-11 ára börn við Covid-19. Að svo stöddu mæla Franska lækna­aka­demí­an, hin breska Ónæm­is- og bólu­setn­inga­nefnd (JCVI) og Lýðheilsu­stofn­un Nor­egs ekki með bólu­setn­ingu heil­brigðra 5-11 ára barna. Þessi lönd eru að mestu leyti sam­mála um að heil­brigðu börn­un­um stafi lít­il hætta af veirunni. Sum lönd hafa þó ákveðið að bólu­setja heil­brigð börn, ekki til að vernda börn­in sjálf fyr­ir veik­ind­um, held­ur í von um að draga úr smit­um í sam­fé­lag­inu og vernda þannig heil­brigðis­kerfi og eldra fólk.

Íslensk heil­brigðis­yf­ir­völd halda því hins veg­ar fram að börn­un­um stafi hætta af veirunni og vísa til þess að verði þau ekki bólu­sett muni mörg leggj­ast inn á spít­ala og valda álagi á heil­brigðis­kerfið. Bólu­setn­ing sé því til að vernda líf og heilsu barn­anna sjálfra.

Grein­ing á töl­fræðinni leiðir þó í ljós að sótt­varna­lækn­ir virðist ít­rekað of­meta tíðni al­var­legra veik­inda af völd­um Covid-19 hjá 5-11 ára börn­um. Um þetta hef­ur lítið verið fjallað op­in­ber­lega, enda hef­ur lítið borið á fram­lagi fræðimanna og heil­brigðis­starfs­fólks í umræðunni. Mik­il­vægt er hins veg­ar að staðreynd­ir líkt og þess­ar séu uppi á borðum þannig að bólu­setn­ing­ar geti farið fram á rétt­um for­send­um.

Of­mat á tíðni spít­alainn­lagna hjá börn­um

Þann 13. des­em­ber hélt sótt­varna­lækn­ir því fram að 0,6% barna á aldr­in­um 5-11 ára sem smit­ist af Covid-19 þurfi að leggj­ast inn á spít­ala. Eft­ir ábend­ing­ar breytti hann mati sínu og áætl­ar síðan 17. des­em­ber að hlut­fallið sé 0,42%.

Hið síðara mat hans stang­ast þó enn á við raun­gögn. Þann 20. des­em­ber 2021 höfðu rúm­lega 2.500 börn á þess­um aldri fengið Covid-19 og lokið ein­angr­un. Sam­kvæmt upp­færðu mati sótt­varna­lækn­is hefðu 10 þeirra átt að leggj­ast inn á spít­ala. En í raun lagðist ekk­ert af þess­um 2.500 börn­um inn á spít­ala vegna Covid-19, sam­kvæmt land­læknisembætt­inu.

Sam­kvæmt Lýðheilsu­stofn­un Finn­lands hafa 33 börn á aldr­in­um 5-11 ára þurft að leggj­ast inn á spít­ala með Covid-19 þar í landi, en það eru aðeins 0,2% þeirra sem greinst hafa með veiruna. Yf­ir­leitt lágu börn­in aðeins inni í 1-2 daga. Sótt­varna­lækn­ir virðist ekki hafa gætt þess að bera álykt­un sína sam­an við til­tæk gögn áður en hann birti þetta nýja of­mat.

Það þarf ekki mennt­un í lækn­is­fræði til að sjá að mat sótt­varna­lækn­is geng­ur ekki upp. Grunn­nám­skeið í töl­fræði dug­ar til. Ef barn smit­ast get­ur það annaðhvort lagst inn á spít­ala eða ekki. Lík­ur á inn­lögn eru að jafnaði þær sömu í hverju til­felli. Til­fell­in eru óháð. Um tví­kosta­dreif­ingu er að ræða.

Ef eitt af hverj­um 238 börn­um (0,42%) sem smit­ast þurfa að leggj­ast inn á spít­ala má hæg­lega reikna lík­urn­ar á að ekk­ert barn af 2.500 smituðum legg­ist á spít­ala. Eins má reikna lík­urn­ar á að eitt barn lendi á spít­ala og tvö o.s.frv.

Á súlu­rit­inu sést að ef mat sótt­varna­lækn­is stæðist væri nær úti­lokað að inn­lagn­ir væru jafn fáar og raun ber vitni, enda væru lík­ur á 0 inn­lögn­um aðeins 0,00000027%. Að mat hans stand­ist er því töl­fræðilega nán­ast ómögu­legt. Það er því ljóst að raun­veru­lega tíðnin er tölu­vert lægri en 0,42%.

Börn­in bólu­sett á fölsk­um for­send­um

Eng­in umræða virðist hafa átt sér stað meðal lækna áður en ákveðið var að hefja bólu­setn­ingu 5-11 ára barna. Það að teymi sótt­varna­lækn­is hafi ekki leiðrétt mat hans bend­ir til þess að eng­in áreiðan­leg grein­ing á ávinn­ingi og áhættu hafi átt sér stað hjá embætt­inu. Þess í stað virðist ákvörðunin byggja á ein­um óritrýnd­um pistli sem sótt­varna­lækn­ir birti 13. des­em­ber. Það ligg­ur ekki fyr­ir raun­hæft mat á þeirri litlu hættu sem börn­um staf­ar af veirunni. Án þess er ómögu­legt að segja til um ásætt­an­lega áhættu af völd­um bólu­efn­is­ins.

Í frétt­um hef­ur ít­rekað verið greint frá mati sótt­varna­lækn­is á tíðni inn­lagna, og al­menn­ingi rang­lega tal­in trú um að án bólu­setn­inga muni 100-200 börn leggj­ast inn á spít­ala. For­eldr­um er þannig gert erfitt fyr­ir að taka upp­lýsta ákvörðun um bólu­setn­ingu barna sinna. Sótt­varna­yf­ir­völd­um ber að upp­lýsa al­menn­ing með áber­andi hætti um þessi mis­tök.

Rétt­ast væri að bíða með að bólu­setja börn­in í það minnsta þar til gagn­rýn­in umræða hef­ur átt sér stað og gengið hef­ur verið úr skugga um að ávinn­ing­ur­inn af bólu­setn­ingu sé meiri en áhætt­an fyr­ir heil­brigð 5-11 ára börn að teknu til­liti til kyns. Sér­stak­lega með til­komu Ómíkron-af­brigðis­ins, sem virðist vera skaðminna. Auk þess sem virkni bólu­efn­anna gegn þessu nýja af­brigði hef­ur ekki verið rann­sökuð.

Það er skilj­an­legt að fólk vilji standa sam­an á þess­um tím­um og forðast það að gagn­rýna ákv­arðanir sótt­varna­lækn­is. En samstaðan má ekki lama gagn­rýna hugs­un og umræðu, sér­stak­lega þegar kem­ur að heilsu barna okk­ar.

Heim­ild­ir á: htt­ps://​kofid.is/​sann­leik­ur­inn-er-sam­stod­unni-aedri

Skildu eftir skilaboð