Fara fram á afturköllun markaðsleyfis á grundvelli lyfjalaga

frettinInnlendarLeave a Comment

Sam­tök­in Frelsi og ábyrgð hafa lagt fram stjórn­sýslukæru til heil­brigðisráðuneyt­is­ins vegna skil­yrts markaðsleyf­is bólu­efn­is­ins Com­irnaty, við Covid-19, fyr­ir börn á aldr­in­um 5-11 ára.

Sam­kvæmt kær­unni er „sú van­ræksla Lyfja­stofn­unn­ar“ að aft­ur­kalla ekki markaðsleyfið skil­yrta kærð.

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fer fyr­ir kær­unni.

Vísað er til lyfja­laga þar sem mælt er fyr­ir um skyldu til aft­ur­köll­un­ar markaðsleyf­is lyfs þegar talið er að sam­bandið milli ávinn­ings og áhættu af notk­un lyfs­ins sé ekki hag­stætt.

„Þess er kraf­ist að ráðherra leggi fyr­ir Lyfja­stofn­un að aft­ur­kalla án taf­ar skil­yrt markaðsleyfi fyr­ir bólu­efnið Com­irnaty fyr­ir 5-11 ára börn, enda hafa ekki komið fram gögn sem sýna að ávinn­ing­ur bólu­efn­is­ins gegn omicron af­brigði SARS-CoV-2 veirunn­ar sé meiri en áhætta af notk­un þess,“ seg­ir í kröfu­gerð stjórn­sýslukær­unn­ar.

Mbl greindi frá.

Skildu eftir skilaboð