Heilbrigðisráðherra gengur á bak orða sinna

frettinInnlendar4 Comments

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að veita þeim sem þegið hafa þriðja skammt bóluefnis undanþágu frá sóttkví.

Þetta gerir hann þrátt fyrir að fyrir liggi að líkur á að þetta fólk smitist og smiti aðra séu aðeins 30% minni en líkur á smiti óbólusettra. Í viðtali við RÚV 6. desember sagðist Willum Þór virða það sjónarmið fólks að það vildi ekki láta bólusetja sig. Þann 8. desember sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hann teldi það ekki vænlegt að bólusettir hefðu réttindi umfram aðra.

Orðrétt brást hann þannig við tillögu sóttvarnalæknis um að mismuna fólki eftir bólusetninga-stöðu: „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val.“

Hvað hefur breyst síðan ráðherrann greindi fyrst frá þeirri skoðun sinni að mismunun fólks eftir því hversu margar sprautur bóluefnis það hefði þegið væri slæm hugmynd? Það sem hefur breyst er að þegar ráðherrann greindi frá þessari skoðun sinni voru smitlíkur þríbólusettra 8% af smitlíkum óbólusettra. Nú eru smitlíkur þríbólusettra 67% af smitlíkum óbólusettra, og fara vaxandi. Með öðrum orðum er komið í ljós að þreföld bólusetning veitir aðeins litla og takmarkaða vörn gegn smiti samanborið við það sem áður var. Það telur ráðherrann rétta tímapunktinn til að fórna grundvallarsannfæringu sinni.

4 Comments on “Heilbrigðisráðherra gengur á bak orða sinna”

  1. Það er fullvíst að Þórólfur hefði aldrei komið fram með þetta minnisblað nema vera búin að fá samþykki fyrir því hjá heilbrigðisráðherra. Sérstaklega þar sem heilbrigðisráðherrann sló á puttana hjá sóttvarnalækni þegar hann
    var ekki hlynntur grímuskyldu og seinkun á skólahaldi grunnskóla eftir jólahald.

    Leikritið heldur áfram eftir að hafa fengið nýjann mann í brúna – Það voru greinilega smá byrjunarörðuleikar í að kynna heilbrigðisráðherranum leikreglurnar en það er ljóst að þær eru komnar í hús og héðanífrá verður þetta eins og vel æfð sýning á sviði fárangleikans.

  2. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að týna sjálfstæði sínu. Flaggskip pesónufrelsis er farið að láta stýra sér af hugmyndafræði sem á sér meiri skyldleika við hugmyndir Karl Marx heldur en kenningar Adam Smith.

    Kenningar Adam Smith hafa verið grundvöllur þess að færa mannshugann til góðra verka og velgengni. Er kannski kominn tími til þess að þingmenn og forráðamenn flokksins fari í alvarlega naflaskoðun og taki til athugunar “New Enlightenment” innan flokksins áður en hann rotnar innan frá af völdum Marxísks víruss sem virðis hafa sýkt innyfli flokksins svo um munar?

    Ég get ekki betur séð en að samstarfsflokkurinn sem einhverju máli skiptir hafi tekist að koma sjálfstæðiflokknum í öndunarvél þar sem ráðherrar hans þora ekki lengur að stýra lengur nema eftir tilskipunum sérfræðinga sem hefur tekist að hræða þing og landsmenn til að samþykkja ár eftir ár hundruð milljarða króna halla eins og enginn sé morgundagurinn.

    Skuldadagarnir munu koma eins og annarra einræðisríkja þar sem afneitun helsis mun éta stoðir ríkisins innan frá. Það verður að láta landsmenn vita af því að partíið er búið í bili og kominn tími til að koma böndum á bæði ríkisbúskapinn og ríkisstofnanir sem hafa tekið hér völdin.

  3. Vá hvað þetta er rétt hjá þér Bjarki. Ennþá til fullt af fólki sem sér í gegnum ruglið hérna. Sem betur fer. En því miður ekki nógu margir, eða nógu samstíga til þess að breyta þessu kerfi hérna. En partíið já. Það er sko búið. En landsmenn vilja ekki heyra það, að partíið sé búið. Sennilega vegna þess að það hefur ekki verið neitt partí hjá almúganum. Ekki í samanburði við þá sem hér hafa sölsað allt undir sig. Eins og td þeir sem eru að byggja allar blokkirnar í Vogunum, svo ekki sé nú minnst á hótelið í Lækjargötu, sem hefur valdið stórfelldum umferðartöfum á svæðinu í hvað, 3 ár. Sjálfstæðisflokkurinn er history sem og hinir flokkarnir sem eru með honum. Þeim er öllum fjarstýrt frá útlöndum.

Skildu eftir skilaboð