,,Ekki hlýða Víði“ segir Jóhannes Loftsson verkfræðingur

frettinPistlar1 Comment

Aðsend grein eftir Jó­hann­es Lofts­son verkfræðing sem birtist í Morgunblaðinu 10. jan. 2022 er endurbirt hér með leyfi höfundar:

Ekki hlýða Víði

„Barnaspraut­an virk­ar ekki á Ómíkron og hugs­an­lega verður komið hjarðónæmi áður en börn­in verða full­bólu­sett í fe­brú­ar.“

Þegar Ómíkron tók yfir varð stökkbreyting í smitum og bóluefnavörnin hvarf. Nú eru 75% allra smita hjá fullbólusettum (upplýsingar af covid.is).

Þegar Ómíkron tók yfir varð stökk­breyt­ing í smit­um og bólu­efna­vörn­in hvarf. Nú eru 75% allra smita hjá full­bólu­sett­um (upp­lýs­ing­ar af covid.is).

Mig lang­ar bjóða ykk­ur í stutt tíma­ferðalag. Dag­ur­inn er 31. janú­ar 2022, dag­ur­inn sem átti að gefa ís­lensk­um börn­um skammt­inn af Pfizer. En það er eng­inn að fara að mæta því það er fyr­ir löngu búið að hætta við seinni spraut­una, þar sem komið er hjarðónæmi. Opn­un skóla og vinnustaða eft­ir jól sendi hið milda ómíkronkvef á flug og þar sem bar­áttu­vilji land­ans við að loka sig leng­ur inni var löngu horf­inn varð hjarðónæmið óumflýj­an­legt. Smit­bylgj­an náði há­marki í miðjum janú­ar en svo hurfu smit­in smám sam­an. Sam­bæri­leg þróun átti sér stað um all­an heim.

Þessi framtíðar­sýn er eng­in völvu­spá, því vís­bend­ing­arn­ar hrann­ast nú upp um það að allt stefni í að kóf­inu sé að ljúka. Ómíkron er svo smit­andi að vírus­inn er óstöðvandi. Frek­ari frels­is­skerðing­ar munu litlu breyta og stríðið er tapað. En þó ekki í raun, því stríðið fyr­ir eðli­legu lífi er að vinn­ast. Hið milda ómíkronkvef býr til svo góða vörn gegn deltal­ungna­bólg­unni að hún er að hverfa. Fyr­ir eld­heita bólu­setn­ing­arsinna má kalla þetta „bólu­efni sem virk­ar“ til að aðskilja það frá til­rauna­bólu­efn­un­um sem virka ekk­ert á Ómíkron sam­kvæmt nýj­ustu töl­fræðiupp­lýs­ing­um á covid.is.

Þessu hafa sum­ir áttað sig á og í Suður-Afr­íku og Ástr­al­íu eru menn hætt­ir og farn­ir að bíða eft­ir ómíkronhjarðónæm­inu. Óumflýj­an­legt er að fleiri fylgi eft­ir, því svo ört fjölg­ar smit­um um all­an heim.

Sú ákvörðun heil­brigðisráðherra að bólu­setja börn með þessu gagns­lausa efni, við þess­ar aðstæður, á eft­ir að verða kom­andi kyn­slóðum ráðgáta. Börn eru í hverf­andi hættu af covid og enn minni hættu af ómíkron. Til­rauna­lyfið sem þau verða sprautuð með verður hins veg­ar á til­rauna­stigi fram til 2026. Börn sem eru sprautuð á mánu­dag­inn munu svo ekki verða „full­bólu­sett“ fyrr en 14 dög­um eft­ir seinni bólu­setn­ingu, eða 14. fe­brú­ar. Lík­legt verður að telja að þá verði síðasta eft­ir­lif­andi af­brigði sem til­rauna­bólu­setn­ing­in hef­ur virkni gegn, deltal­ungna­bólg­an, löngu horf­in. Til­raun­in virðist því al­gjör­lega til­gangs­laus. Skaði barn­anna get­ur hins veg­ar orðið margs kon­ar. Fyrsta spraut­an veik­ir ónæmis­kerfið í nokkra daga og því eru covid-sjúk­ling­ar sjald­an bólu­sett­ir vís­vit­andi. Íslenskt barn smitaðist t.d. það illa eft­ir bólu­setn­ingu í sum­ar að það fékk blóðtappa í lung­un. Á 6. tug til­kynn­inga komu eft­ir bólu­setn­ing­una í sum­ar. Þar á meðal voru 4 til­felli hjarta­vöðva­bólgu og goll­ur­hús­bólgu. Enn verra er að yf­ir­völd viður­kenna í til­kynn­ing­unni að ekki sé virk eft­ir­fylgni með skrán­ingu auka­verk­ana. Fyr­ir ung börn sem ekki hafa endi­lega þroska til að skilja hvað er að ger­ast, er þetta sér­stak­lega óvönduð nálg­un, því barnið gæti jafn­vel ekki áttað sig á nýj­um kvilla, þannig að óeðlið yrði þeim eðli­legt um langa tíð.

Það er at­hygl­is­vert að á sama tíma og verið er að leiða ís­lenska for­eldra í að bólu­setja börn­in sín gegn bráðlega út­dauðum af­brigðum, hafa ís­lensk yf­ir­völd þegar fest kaup á sér­stöku ómíkrón­bólu­efni sem ætti að vera til­búið í mars.

Mundu að ef þú ert for­eldri barns sem verður fyr­ir skaða fell­ur það í þinn hlut að út­skýra þenn­an gjörn­ing fyr­ir barn­inu. Þá verður lé­leg af­sök­un að segj­ast bara hafa verið að hlýða Víði.

Sem for­eldri skuld­ar þú barni þínu að hugsa þig vand­lega um áður en þú tek­ur slíka áhættu með heilsu þess. Á covid.is sést að það er yfir all­an vafa hafið að bólu­efnið virk­ar ekk­ert gegn ómíkronsmiti. Nú­ver­andi bylgja verður ekki stöðvuð og hvergi í heim­in­um er verið að reyna að stöðva hana. Ekki láta barnið þitt verða til­rauna­dýr í slíku til­gangs­leysi því það á rétt á eðli­legu lífi eins og þú.

Höf­und­ur er verk­fræðing­ur og faðir. jlofts­[email protected]

One Comment on “,,Ekki hlýða Víði“ segir Jóhannes Loftsson verkfræðingur”

  1. after two years of the same approach to the problem, the covid epidemic was not stopped. But also after 2 years of fighting against epidemiological measures, in the same way, it also did not give any results. Isn’t it time to change the way we fight against the epidemic and against epidemiological measures. It is obvious that it is not enough to disobey. There is a time to confront decision-makers in more direct ways.

Skildu eftir skilaboð