Landspítalinn birti í gær í fyrsta sinn yfirlit yfir sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 og sjúklinga sem liggja inni af öðrum orsökum en eru með Covid-19.
Fram kemur í yfirlitinu að 17 af 29 inniliggjandi sjúklingum vegna Covid-19 hafa þegið tvær sprautur eða meira, ekki er vitað um bólusetningastöðu eins sjúklings. 11 sjúklingar eru sagðir óbólusettir, ekki kemur hins vegar fram hvort það merki að viðkomandi hafi fengið eina sprautu eða enga.
Til viðbótar þeim 29 sjúklingum sem liggja inni vegna Covid-19 liggja 8 sjúklingar inni með Covid-19. Í tilviki 3 af þessum 8 er ekki vitað um orsakasamhengi við Covid-19.
Fjöldi sjúklinga er einnig flokkaður niður eftir afbrigðum í yfirlitinu og kemur þar fram að þeir sem eru með delta afbrigðið eru 11, ómíkron 10 og í 8 tilvikum er ekki enn vitað um afbrigði en raðgreining sé í gangi.
Af þeim 11 sem liggja inni vegna delta eru 2 fullbólusettir og 9 óbólusettir. Af þeim 10 sem liggja inni vegna ómíkrón eru 6 með örvunarskammt, 2 fullbólusettir og 2 óbólusettir. Undir liðnum ,,óvíst um afbrigði“ liggja 5 inni sem hafa fengið örvunarskammt, 2 fullbólusettir og 1 sem ekki er vitað um bólusetningastöðu hjá.
Athygli vekur að sá fjöldi sjúklinga sem eru fullbólusettir (2 sprautur) og með örvunarskammt (3 sprautur). Af heildarfjöldanum 37 telja þessir sjúklingar samtals 25.
Yfirlit Landspítalans verður framvegi uppfært á fimmtudögum.