Fréttin hefur verið uppfærð 12.1.2022 kl. 12:45.
Foreldri sem á barn í Langholtsskóla setti inn færslu á facebook hóp foreldrafélags skólans þar sem foreldrið lýsir undrun sinni á því að kennari hafi beðið börn sem ætluðu í bólusetningu, að rétta upp hönd í bekknum.
Mikið hefur verið rætt að undanförnu um Covid bólusetningar barna og eru mjög skiptar skoðanir á málinu, en m.a. vegna persónuverndarsjónarmiða var ákveðið að nota Laugardals-höllina frekar en skólana.
Salvör Nordal umboðsmaður barna, lagði til að skólarnir yrðu ekki notaðir í bólusetningar og sagði: „Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð frá foreldrum þess efins að bólusetningarnar fari ekki fram í skólanum. Fólk hefur auðvitað mismunandi skoðanir á því hvort að bólusetja eigi börnin og við getum ekki tekið afstöðu til þess en við finnum að það að þetta eigi að fara fram í skólunum vekur mjög sterk viðbrögð. Mögulega vegna þess að fólk vilji taka sér lengri tíma til að hugsa málið eða jafnvel ætli ekki að bólusetja börnin til a byrja með.“
Salvör segir að mikilvægt sé að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar um börnin, hvort þau þiggi bólusetningu eða ekki, séu virtar. „Að þetta fari fram með félögunum, að það geti orðið umræða á meðal krakkanna eftir á. Þetta fyrirkomulag er í rauninni opið gagnvart öðrum krökkum, foreldrum, kennurum og skólasamfélaginu, hver fer síðan í bólusetningu og hver ekki.“
Er því ljóst að kennarinn er þarna að fara langt umfram meðalhóf, stuðlar að aðskilnaðarstefnu og virðir hvorki friðhelgi barnanna í þessum efnum né tekur hann tillit til persónuverndarlaga.
Ekki hefur enn náðast í skólastjórnendur vegna málsins.
Uppfært:
Ekki samkvæmt okkar reglum
Það náðist í aðstoðarskólastjóra Langholtsskóla sem hafði heyrt af málinu og sagði að svona ætti þetta ekki að vera, að starfsfólk skólans ætti ekki að vita hvaða börn færu í bólusetningu og hvaða börn ekki. Hann sagðist í stuttu máli vera fylgjandi áliti umboðsmanns barna.
,,Einmitt þess vegna sendum við börnin öll fyrr heim, til að við vitum ekki hverjir fara heim og hverjir fara í bólusetningu,“ sagði hann og upplýsti einnig að skólastjórinn hafi sent póst á starfsfólk sitt varðandi málið.