Kennari í Langholtsskóla: ,,Réttið upp hönd sem ætlið í bólusetningu”

frettinInnlendarLeave a Comment

Fréttin hefur verið uppfærð 12.1.2022 kl. 12:45.

Foreldri sem á barn í Langholtsskóla setti inn færslu á facebook hóp foreldrafélags skólans þar sem foreldrið lýsir undrun sinni á því að kennari hafi beðið börn sem ætluðu í bólusetningu, að rétta upp hönd í bekknum.

Mikið hefur verið rætt að undanförnu um Covid bólusetningar barna og eru mjög skiptar skoðanir á málinu, en m.a. vegna persónuverndarsjónarmiða var ákveðið að nota Laugardals-höllina frekar en skólana.

Salvör Nordal umboðsmaður barna, lagði til að skólarnir yrðu ekki notaðir í bólusetningar og sagði: „Við höf­um fengið mjög sterk viðbrögð frá for­eldr­um þess ef­ins að bólu­setn­ing­arn­ar fari ekki fram í skól­an­um. Fólk hef­ur auðvitað mis­mun­andi skoðanir á því hvort að bólu­setja eigi börn­in og við get­um ekki tekið af­stöðu til þess en við finn­um að það að þetta eigi að fara fram í skól­un­um vek­ur mjög sterk viðbrögð. Mögu­lega vegna þess að fólk vilji taka sér lengri tíma til að hugsa málið eða jafn­vel ætli ekki að bólu­setja börn­in til a byrja með.“

Salvör segir að mik­il­vægt  sé að þess­ar viðkvæmu per­sónu­upp­lýs­ing­ar um börn­in, hvort þau þiggi bólu­setn­ingu eða ekki, séu virt­ar. „Að þetta fari fram með fé­lög­un­um, að það geti orðið umræða á meðal krakk­anna eft­ir á. Þetta fyr­ir­komu­lag er í raun­inni opið gagn­vart öðrum krökk­um, for­eldr­um, kenn­ur­um og skóla­sam­fé­lag­inu, hver fer síðan í bólu­setn­ingu og hver ekki.“

Er því ljóst að kennarinn er þarna að fara langt umfram meðalhóf, stuðlar að aðskilnaðarstefnu og virðir hvorki friðhelgi barnanna í þessum efnum né tekur hann tillit til persónuverndarlaga.

Ekki hefur enn náðast í skólastjórnendur vegna málsins.

Uppfært:

Ekki samkvæmt okkar reglum

Það náðist í aðstoðarskólastjóra Langholtsskóla sem hafði heyrt af málinu og sagði að svona ætti þetta ekki að vera, að starfsfólk skólans ætti ekki að vita hvaða börn færu í bólusetningu og hvaða börn ekki. Hann sagðist í stuttu máli vera fylgjandi áliti umboðsmanns barna.

,,Einmitt þess vegna sendum við börnin öll fyrr heim, til að við vitum ekki hverjir fara heim og hverjir fara í bólusetningu,“  sagði hann og upplýsti einnig að skólastjórinn hafi sent póst á starfsfólk sitt varðandi málið.


Image

Skildu eftir skilaboð