Samtökin Frelsi og ábyrgð senda kvörtun til Landlæknis vegna Þórólfs

frettinInnlendar1 Comment

Samtökin Frelsi og ábyrgð lögðu í dag fram kvörtun til Landlæknis vegna einhliða og villandi framsetningu sóttvarnalæknis á gagnsemi þess að bjóða heilbrigðum 5-11 ára börnum bólusetningu gegn Covid-19 með Comirnaty bóluefninu frá 
Pfizer.

Bólusetning 5-11 ára barna sé í raun ekkert annað en rannsókn á virkni Comir-natybóluefnisins frá Pfizer gegn omicron í börnum. Rannsóknin sé dulbúin sem ónæmisaðgerð og með því sé verið að fara fram hjá reglum sem gilda um slíkar rannsóknir.

Benda þau á að sóttvarnalækni hafi ekki tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að setja fram haldbær rök eða vísa í rannsóknir sem styðja það að bjóða 5-11 ára börnum Comirnaty bóluefnið.

Samtökin vísa einnig til þess að omicron afbrigðið sé þegar orðið 90% greindra smita og virkni Comirnaty bóluefnisins gegn omicron hjá börnum hefur alls ekki verið rannsökuð. Notkun Comirnaty efnisins er því ólögleg tilraun til að kanna órökstuddar fullyrðingar sóttvarnalæknis um góða virkni efnisins gegn þessu nýja afbrigði.

Samtökin segja upplýsingagjöf sóttvarnalæknis hafa einkennst af rangfærslum sem miði að því að skapa óraunhæfar væntingar til gagnsemi bóluefnisins og gera lítið úr þeirri áhættu sem fylgir bóluefninu til skemmri og lengri tíma.

Fara samtökin fram á að landlæknir leggi fyrir sóttvarnalækni að stöðva bólusetningar 5-11 ára barna þar til  gerð hefur verið úttekt á áreiðanleika þeirra forsendna sem sóttvarnalæknir leggur til grundvallar umræddri aðgerð.

Þá fara samtökin einnig fram á að Landlæknir taki til skoðunar þær fjölmörgu athugasemdir sem gerðar hafa verið við upplýsingagjöf sóttvarnalæknis og tíundaðar eru ítarlega í 15 liðum í kvörtuninni og fylgigögnum.


One Comment on “Samtökin Frelsi og ábyrgð senda kvörtun til Landlæknis vegna Þórólfs”

  1. Við lestur þessarar kvörtunar og röksemda þá hlítur það að vera 1 verk landlæknis að stöðva bólusetningar barna 5-11 ára

Skildu eftir skilaboð