Ein af þremur tillögum sem sóttvarnalæknir lagði til við ríkisstjórnina var útgöngubann. Það er aftur á móti engin heimild fyrir útgöngubanni í nýjustu útgáfu sóttvarnarlaga frá því snemma árs 2021.
Þáverandi heilbrigðisráðherra lagði til í frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum að þar yrði ákvæði um útgöngubann.
Í meðförum Alþingis var hugmyndinni um mögulegt útgöngubann hafnað og það tekið út úr frumvarpinu því í því fælist viðamikið inngrip í stjórnarskrárvarinn réttindi fólks. Það fór því aldrei inn í lögin.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði því fyrir núverandi ríkisstjórn úrræði sem Alþingi hafnaði fyrir aðeins tæpu ári.
Fyrir velferðarnnefnd á sínum tíma kom fram að ekki hefði verið talin þörf á að setja útgöngubann í yfirstandandi faraldri og að ólíklegt væri að til slíks kæmi.
Í nefndaráliti velferðarnefndar sagði m.a. um tillöguna að útgöngubanni: Þá leggur nefndin einnig til breytingar á b-lið 10. gr. frumvarpsins og samhliða því verði skilgreining 1. gr. um útgöngubann felld brott. Fyrir nefndinni kom fram að ekki hefði verið talin þörf á að setja útgöngubann í yfirstandandi faraldri og að ólíklegt væri að til slíks banns kæmi. Telur nefndin að umfjöllun um jafnviðamikið inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi fólks og útgöngubann felur í sér þarfnist ítarlegri umfjöllunar sem verður betri staður fundinn við heildarendurskoðun laganna. Með því móti er jafnframt unnt að tryggja skjótari afgreiðslu frumvarpsins.
3 Comments on “Sóttvarnalæknir lagði til útgöngubann – engin lagahemild í sóttvarnalögum”
Mér virðist að sóttvarnarlæknir okkar sé orðinn ráðalaus með þessari tillögu
Sóttvarnarlæknir sem leggur slíka öfga til hefur ekkert fylgst með umræðunni um skaðsemi slíkra aðgerða.
Fólk er hætt að taka mark á sóttvarnalækni og hvernig er annað hægt þegar lýgur og bullar í íslendingum hans tími er að verða búinn