Bólusetningar barna 5-11 ára hófust 5. janúar sl. Fyrst var hafist handa á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu hófust þær nokkrum dögum síðar, eða 10. janúar.
Skráðar tilkynntar aukaverkanir hjá Lyfjastofnun 5. janúar voru 5935, þar af 261 alvarleg. Í dag, 17. janúar eru tilkynningarnar 6024 þar af varða 272 alvarleg tilfelli. Alls hefur því tilkynningum á þessu tímabili fjölgað um 89 þar af eru 12 alvarlegar.
Sökum ógagnsæis Lyfjastofnunar í þessum málum er ekki hægt að sjá aldur, dagsetningu, tegund aukaverkunnar eða annað tengt tilkynningunum eins og t.d. hægt er að sjá í gagnarunni VAERS í Bandaríkjunum sem heldur utan um tilkynntar aukaverkanir þar í landi.
Ítrekaðar fyrirspurnir til Lyfjastofnunar um tilkynningar fyrir hópinn 5-11 ára hafa engu skilað og því er aðeins hægt að draga ályktanir út frá fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum.
Fyrir Pfizer bóluefnið voru tilkynningarnar alls 2580 þann 5. janúar sl. en í dag eru þær 2652 og hefur þeim því fjölgað um 72 frá því að bólusetningar 5-11 ára hófust.
Þar sem börnum er aðeins gefið Pfizer annars vegar og ekki voru skipulagðar bólusetningar meðal annarra hópa á þessu tímabili má draga þá ályktun að stærsti hluta þessara tilkynninga tilheyri börnum 5-11 ára. (ath. að einhver tími getur þó liðið frá því að einstaklingur fær aukaverkun og þar til hún er tilkynnt Lyfjastofnun).
Hér neðar fylgja myndir af tilkynningum frá 5. janúar annars vegar og 17. janúar hins vegar.
Til að sjá fjölda tilkynninga aftur í tímann þarf að fara undir töfluna og smella á "tableau."
2 Comments on “Aukaverkunum hefur fjölgað um 89 þar af 12 alvarlegar síðan bólusetningar 5-11 ára hófust”
https://www.youtube.com/watch?v=J9WdhoiFFSo
Glæpur gegn börnum í boði Þórólfs og Heilbrigðisráðherra!