Aðför hagsmunasamtaka atvinnulífsins að borgaralegum réttindum

frettinInnlendar1 Comment

Pistill eftir Skúla Sveinsson lögmann.

Þann 19. janúar 2022, ritaði Jóhannes Þór, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni: „Tökum upp bólusetningarvottorð innanlands“.

Samkvæmt þessari grein þá virðist formaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustunnar vera orðinn sjálfskipaður sérfræðingur í lýðheilsumálum. Þekkingarleysi greinarhöfundar er sláandi og ályktanir hans eru ekki byggðar á lýðheilsu heldur hagsmunum ferðarþjónustunnar.

Jóhannes Þór virðist vera afar illa upplýstur nú þegar aðeins þrír einstaklingar eru eftir á gjörgæslu og jafnvel sóttvarnarlæknir á erfitt með að réttlæta tilskipanir sínar. Faraldurinn er að ganga yfir og raunverulegt hjarðónæmi er að myndast loksins, eitthvað sem okkur var ranglega talið trú um að myndi gerast með bólusetningum. En greinarhöfundur skrifar samt sem áður:

„En þá verður heldur ekki fram hjá því litið að í núverandi aðstæðum, þar sem meirihluti sjúklinga sem skapa þetta álag er óbólusettur, eru rök um nýtingu hvata til bólusetninga orðin sterk hér á landi.“

Greinin er augljóslega skrifuð af algeru þekkingarleysi enda sýna tölur frá Covid.is og frá öðrum löndum að fullbólusettir eru að smitast helmingi meira en óbólusettir og hverfandi hluti þeirra sem sýkjast nú þurfa raunverulega á læknisþjónustu að halda.

Raunveruleg ástæða þess að formaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustunnar er að kalla eftir bólusetningarvottorðum er einfaldlega að sum lönd í Evrópu hafa tekið slíkan óskapnað upp. Það er til þægindaauka fyrir ferðaþjónustuna að samræma reglur hér á landi við það sem gerist annars staðar, burt séð frá réttmæti eða þeim takmörkunum á frelsi og borgaralegum réttindum sem því kann að fylgja.

Rafræn bólusetningarskírteini er óhugnarlegt stjórnunar- og eftirlitsverkfæri sem stjórnvöld hafa þá í höndum og er í raun ekkert ólíkt því Social Credit System sem innleitt hefur verið í Kína, sem gerir það að verkum að aðeins hlýðnir og góðir borgarar fá t.d. ferðafrelsi. Mjög jákvæð þróun og í raun meðvitundarvakning hefur átt sér stað um allan heim varðandi það hversu hættuleg slík bólusetningarskilríki eru fyrir frelsi og borgaraleg réttindi.

Áhugavert er að það eru einkum þingmenn fyrrum Austur-Evrópu landa, sem hafa þá persónulega reynslu af því að lifa undir alræðisstjórnum, sem hafa verið duglegastir við að benda á að það sem er að gerast er ekki eðlilegt og beinlínis hættulegt lýðræðinu. Þeir ættu að vita það, þeir þekkja hættumerkin og kæra sig síst um að lenda í slíku stjórnarfari aftur.

Ég vil því vitna í orð Evrópuþingmannsins Cristian Terhes frá Rúmeníu sem sagði á blaðamannafundi þann 13. janúar 2022:

Munurinn á lýðræði og einræði er að í lýðræði þá vita borgararnir allt um hvað stjórnvöld eru að gera en í einræði þá vita stjórnvöld allt um hvað borgararnir eru að gera.“

Bólusetningarskírteini eru verkfæri fyrir stjórnvöld til að vita allt um hvað borgararnir eru að gera og eru því verkfæri alræðisstjórna en ekki lýðræðis.

Ég leyfi mér að lokum að vitna í meistaraverk Martin Scorsese, kvikmyndina Goodfellas:

„See, your murderers come with smiles, they come as your friends, the people who've cared for you all of your life. And they always seem to come at a time that you're at your weakest and most in need of their help.“ – Tilvitnun í Henry Hill úr myndinni.

Við skulum ekki gleyma því að Djöfullinn kemur alltaf brosandi og þegar þú ert veikur fyrir!!!

ImageImageImage

One Comment on “Aðför hagsmunasamtaka atvinnulífsins að borgaralegum réttindum”

Skildu eftir skilaboð