Ráðgjafi ísraelsku ríkisstjórnarinnar biðst afsökunar á lokunum skóla – ,,heilsupassar” ekki nauðsynlegir

frettinInnlendarLeave a Comment

Prófessor Cyrille Cohen er yfirmaður ónæmisfræðideildar við Bar Ilan háskólann í Ísrael og situr í ráðgjafanefnd um bóluefni fyrir ísraelsku ríkisstjórnina.

Í nýju víðtæku og opinskáu viðtali segir prófessorinn við Freddie Sayers:

Hugtakið ,,grænn passi"/,,bóluefnavegabréf" á ekki lengur við á tímum Omicron og ætti að stöðva noktun þeirra.

Cohen og samstarfsmenn hans voru hissa og vonsviknir yfir því að bóluefnin hafi ekki komið í veg fyrir smit eins og þeir höfðu upphaflega vonast til.

Stærstu mistök heimsfaraldursins í Ísrael voru að loka skólum og skerða menntun og biðst hann afsökunar á því.

Útbreidd sýking er nú óumflýjanlegur partur af framtíðarónæmi, öðru nafni hjarðónæmi og hefur Omicron flýtt fyrir því að heimsfaraldurinn yrði að landlægu ástandi, þar sem Covid verður eins og inflúensa.

Sérstaklega með Omicron, þar sem við sjáum nánast engan mun, á þeim sem eru bólusettir og óbólusettir, báðir hóparnir geta smitast af veirunni, meira og minna á sama hraða.

Viðtalið má horfa á hér.

Skildu eftir skilaboð