Café Roma segir sig úr SAF vegna fasískrar yfirlýsingar framkvæmdastjórans

frettinInnlendar12 Comments

Veitingastaðurinn Café Roma í Kringlunni hefur sagt sig úr Samtökum ferða-þjónustunnar (SAF) vegna yfirlýsingar framkvæmdastjóra samtakanna, Jóhannesar Þórs Skúlasonar, um að innleiða skuli bólusetningapassa.

Í samtali við Fréttina sögðu forsvarsmenn Café Roma ekki vilja vera hluti af samtökum sem hafa fasískar hugsjónir og aðskilnaðarstefnu að leiðarljósi.

Vesna Djuric og Zoran Kokotovic eru eigendur staðarins og koma frá Serbíu en reka þau áðurnefnt kaffihús í Kringlunni. Þau segjast aldrei munu taka þátt í slíkum fasisma og mannréttindabrotum, en þau hafi verið skráð í samtökin í áraraðir, en hafi nú sent formlegt úrsagnabréf með tölvupósti þar sem þau segja sig úr samtökunum.

Eigendurnir segist vonast til að önnur fyrirtæki fylgi þeim eftir og segi sig úr samtökum sem vilja stunda mismunun og mannréttindabrot. Þau segja réttindi fólks, frelsi og lýðræði í stórhættu allsstaðar í heiminum. ,,Við finnum það á eigin skinni og hér á litla Íslandi á hverjum degi." segir Vesna.

Úrsagnabréf hjónanna má lesa hér:

Góðan dag,

„Vegna ummæla Jóhannes Þórs Skúlasonar framkvæðastjóra SAF í Morgunblaðinu 19.01.2022 í greinn „Tökum upp bólusetningavottorð innanlands'' viljum við segja okkur úr Samtökum ferðaþjónustunar og öllum samtökum sem tengjast ykkur.

Okkur langar ekki að vera hluti af samtökum sem er að tala um manréttindabrót og mismunun á fólki. Við viljum ekki vera hluti af primitive, fasistalegi samtökum.
Frá og með deginum í dag erum við ekki lengur aðili í SAF."

kv.
Vesna Djuric
Framkvæmdastjóri AFLI veitingar ehf.

12 Comments on “Café Roma segir sig úr SAF vegna fasískrar yfirlýsingar framkvæmdastjórans”

  1. Kærar þakkir, ég ætla að beina viðskiptum mínum að Cafe Roma, vonandi feta fleiri í þessi fótspor. Bóluefnapassi er leið ófarnaðar og ofstækis.

  2. Kærar þakkir elsku þið ég í Cafe Roma, vonandi feta fleiri filfi ykkureftir.

  3. Þetta er það eina rètta í stöđunni.
    Takk fyrir að standa međ grundvallar mannrèttindum.
    Þegar passinn fyrst er kominn, er hann kominn til að vera. Mögulega međ stuttum pásum til að byrja međ, til að halda fólkinu í falskri von.
    Áfram café Roma

  4. Vel gert Café Roma. Það segir margt um vegferð Íslendinga í heimsmálum þegar rödd skynseminar kemur frá Serbíu. Ég mun koma við hjá þeim fljótlega og fá mér kaffi og meðþví enda veit ég að ég sé meira en velkomin annað en hjá samtökum ferðaþjónustunar.

  5. Takk Café Roma, þið eruð hetjur og fyrirmyndir að ríða fyrstir á vaðið.

    Við tökum eftir ykkur og ég kem til ykkar á laugardaginn með gesti og fæ kaffi og með því. Mun þá þakka ykkur fyrir í persónu.

    Kanski er það einmit sögureynsla Serba sem gerir sjón þeirra skarpari á ok og ofríki sem felur sig á bak við umhyggju fyrir heilsu og högum almennings.

  6. Ég á klárlega eftir að auka viðskipti mín við Cafe Roma héðan í frá ❤️. Takk fyrir

  7. Vel gert hja Serbanum. Ég vonað að fleiri fara að opna augun fyrir því sem er að gerast við að innleiða Fasisma hér á lamdi og úti í hinum stóra heimi.

  8. Þetta er kaffihús sem ég mun fara á reglulega þegar ég verð næst á landinu.
    Vona að fleiri feti í fótsport Café Roma.

  9. Vel gert hjá þessum hugrakka Serba. Opinbera hvatningu til bólusetningarskyldu, innflutning kóvíð 19 gríma til Íslands og opinbera hvatningu til grímuskyldu ber að banna með lögum. Skal slík hvatning og þar með afneitun á skaðsemi vegna bólusetningar varða allt að 2gja ára fangelsisvistun í alvarlegasta tilfelli.

Skildu eftir skilaboð