Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir óþarft að bíða frekari gagna um þróun faraldursins og vill létta á samkomutakmörkunum.
Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í vikunni að hann hyggist ekki senda tillögur um breytingar á sóttvarnaaðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrr en um næstu mánaðamót.
Hlutfallslega séu mun færri sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús af völdum omíkron afbrigðisins, sem nú er ráðandi, en af fyrri afbrigðum kórónuveirunnar. Álagið á spítalanum er auk þess minna, þar sem veikindin eru sjaldnast eins alvarleg. Þá eru börn í meirihluta þeirra sem nú greinast með sjúkdóminn, en alvarleg veikindi af völdum omíkron eru mjög fátíð meðal barna.
Ræða þurfi afléttingar
Vísindaráðherrann segir tímabært að ræða strax afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. „Við tökum stundum hraðar ákvarðanir til að herða og þá má líka taka hraðar ákvarðanir til að ganga til baka. Það þurfa ekki að liggja fyrir gögn og aukin gögn og bíða eftir þeim til þess að aflétta, heldur þurfa að vera gögn hverju sinni til þess að viðhalda takmörkunum áfram,“ segir Áslaug.
Ekki hefur verið eining innan raða ríkisstjórnarinnar með viðbrögðin við faraldrinum og fleiri úr röðum Sjálfstæðisflokksins hafa bent á að tímabært sé að breyta um kúrs í ljósri breyttrar stöðu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hefur til að mynda talað fyrir þessu.
Áslaug Arna segir að taka þurfi tillit til íþyngjandi áhrifa sóttvarnaaðgerða á samfélagið. „Ef við værum takmarkalaust samfélag í dag og veiran með þessum tölum og þessari innlagnatíðni kæmi á íslenskt samfélag í dag, hefðum við lagaheimild til þess að ganga eins langt og við erum í takmörkunum í dag?“
Rúv greindi frá.
3 Comments on “Segir óþarft að bíða gagna og vill létta á takmörkunum”
1) Það hefur nú komið í ljós að eftir ákveðin tíma frá sprautu #2 þá fer ónæmiskerfið niður í -% sem þýðir að þú ert verr til þess að berjast við venjulega flensu, kvef eða annað slíkt sem ónæmiskerfið myndi taka í bakaríið.
Sama er með #3 sprautu og við erum í miðju flensutímabili… Það er því ekkert skrítið að fólk á eftir að veikjast á næstu vikum og álag á sjúkrahúsin aukast en að sjálfsögðu verður þetta allt Covid tengt og team #1 Þórólfur og co eiga eftir að koma fram og segja ” I told you so “.
Það virðist allavega vera stefnan á komandi dögum ef maður skoðaðr erlendar fréttaveitur. Þórólfur á eftir að koma með annað minnisblað beint frá Glóbalistunum um að hann telji að það sé merki um að draga úr sóttvarnaraðgerðum. Aðgerðir hjá þessum lýð er mjög svo fyrirsjáanlgegar.
Ef ég gengi með hatt að þá tæki ég að ofan fyrir Áslaugu Örnu hér og nú.
Áslaug hefur ekki látið hræða sig þó múgurinn hafi hent í hana nokkrum fúleggjum fyrir hennar afstöðu en því miður er hún enn ein um þessa opinberu afstöðu í ríkisstjórn sem þorir enn ekki að taka við stjórn landsins.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/01/23/aflettingar_framundan/
og blablablabla og meira blablabla
Hverjir eru puppet meistararnir – svo mörg ríki að aflétta í einu segir manni að þetta lið er bara að gera vopnahlé ákveðið af glóbalistum.
Núna er bara spurning hvað þeir henda á okkur næst enda allt saman enn í plani við agenda 30.
Verður það meira loftalgsváin? eða Cyberattack á fjármálakerfið þeir hafa nú verið að æfa sig við því þannig að ég ætla að giska á það. Ég gef því 8. vikur og líklega verður Rússum kennt um.