Ísland sigraði Ólympíumeistarana 29-21

frettinInnlendar1 Comment

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn glæsilegasta sigur í sögu handboltans, þrátt fyrir mikil forföll íslenska liðsins, þegar liðið vann ólympíumeistarana í handbolta í kvöld, 21-29.

Án átta leikmanna fóru strákarnir okkar gjörsamlega á kostum í Búdapest, hvernig sem á málið er litið.

Vörnin var stórkostleg, Viktor Gísli Hallgrímsson stórkostlegur, og sóknin stórkostleg með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson fremsta í algjörum úrvalsflokki. Svekktir Frakkar náðu aldrei að svara fyrir sig og niðurstaðan því stórsigur Íslands.

Frakk­ar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks­ins og staðan því 17:10, Íslandi í vil, í leik­hléi eft­ir ein­hvern besta hálfleik sem ís­lenska karla­landsliðið hef­ur spilað í háa herr­ans tíð.

Í síðari hálfleik hélt ís­lenska liðið mjög góðum dampi og hleypti Frökk­um ekki nær sér en sex mörk­um í hon­um.

Mest náði Ísland níu marka for­ystu í síðari hálfleikn­um, 25:16, niðurstaðan að lok­um stór­kost­leg­ur átta marka sig­ur, 29:21.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, og Viggó Kristjánsson gerði níu. Viktor Gísli varði 15 skot í leiknum. Frábær frammistaða og Ísland er því með fjögur stig í milliriðlinum, líkt og Frakkland og Danmörk.

Áfram Ísland!

One Comment on “Ísland sigraði Ólympíumeistarana 29-21”

 1. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.

  Hugsanlega er þessi smithrina sem lagðist harðast á svokallaða lykilmenn handboltalandsliðsins það besta sem fyrir það hefur komið.
  Það neyddi þjálfara til að nota leikmenn sem hefðu líklega ekki sést á velli annars og mótlætið blés í þá eldmóði sem stigu inn sem varaskeifur en verða nú hluti af stærri heild sem nýir lykilmenn í breiðari hópi sigurvegara framtíðar.

  Vonandi tekur íslensk þjóð þessa stráka til fyrirmyndar og mætir áskoruninni sem framundan er í stað þess að hlaupa skjálfandi í felur með hræddan þjálfara í brúnni. Því eins og Óli Stef sagði svo rétt að það er einmitt leiðin til að tapa. Áfram Ísland!! Áfram fjálst Ísland.

  Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott,
  það má finna út úr öllu ánægjuvott,
  þó alla detta langi í lífsins lukkupott
  er sagt að fátt sé svo með öllu illt
  að ei boði gott.
  – Ómar Ragnarsson

  https://www.youtube.com/watch?v=r0rasmJBDgg

Skildu eftir skilaboð