Lyfjastofnun hefur sent frá sér uppfærða sundurliðun á tilkynntum alvarlegum aukaverkunum vegna Covid bólusetninga. Grunaðar alvarlegar aukaverkanir eru nú 279 en alls eru tilkynningar um aukaverkanir 6068. Alvarlegum aukaverkunum hefur því fjölgað um 11 frá 12. janúar sl.
Fram kemur í sundurliðun Lyfjastofnunar að 179 tilkynningar varði sjúkrahúsinnlögn, þar af 42 lífshættuleg tilfelli.
Þá hafa 36 tilkynningar borist stofnuninni vegna gruns um andláts í kjölfar Covid bólusetninga sem er fjölgun um einn frá 12. janúar.
Í sundurliðun stofnunar kemur fram að í hópnum 5-11 ára hafi borist 8 tilkynningar, þar af engin alvarleg og 39 tilkynningar í hópnum 12-15 ára, þar af 4 alvarlegar.
Einnig segir í tilkynningunni að borist hafi 18 tilkynningar um grunaðar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar örvunarskammts.
Hvað er alvarleg aukaverkun samkvæmt Lyfjastofnun?
,,Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum og jafnframt aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða eða veldur ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum hjá dýrum.“
One Comment on “179 sjúkrahúsinnlagnir eftir bólusetningu þar af 42 lífshættuleg tilfelli”
Þetta er bara brotn af þessu, sem dæmi varð ég fárveikur eftir bólusetningu, tilkynnti það til eins og ráðlagt var en fékk afar slök svör frá heilbrigðisyfirvöldum, veit um fleiri sem voru með slæmar aukaverkanir lengi eftir bólusetnigu en tilkynntu það ekki, lítill tilgangur að tilkynna eitthvað ef ekkert kemur út úr því.
Engin útekt hefur verið gerð varðandi geymslu á bóluefninu, hvort farið er eftir kröfum framleiðanda varðandi kælingu og geymslu bóluefnisins og meðhöndlun þess áður en það er gefið, er hægt að treysta því að þar séu ferlar og fagleg vinnubrögð?
Staðreyndin er sú að það eru lélegir ferlar, slakt eftirlit, lítil fagleg þekking og spítalar að skíta á sig undir venjulegum kringumstæðum hvað þá þegar alvöru álag er.