Hræsni „góða fólksins,“ sóttvarnarreglur brotnar á Bessastöðum – hrópandi þögn

frettinPistlar2 Comments

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt á Besssastöðum í vikunni og athygli vakti að sóttvarnarreglur voru brotnar þar sem hvorki var fylgt 10 manna samkomutakmörkunum né grímuskyldu.

Rúv birti frétt um verðlaunin en hvergi er minnst á sóttvarnarbrotin á Bessastöðum á meðal „góða fólksins sem hræsnin hefur oft verið kennd við.

Menn hafa haft orð á því að undarlegt sé að þagað sé yfir þessum sóttvarnarbrotum en eins og eftirminnilegt er þá varð allt vitlaust þegar  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti í Ásmundarsal þar sem sóttvarnarreglur voru brotnar og lögreglan mætti á svæðið og farið var fram á afsögn ráðherrans af pólitískum andstæðingum. Eins var Þórdís Kolbrún einnig gagnrýnd fyrir að vera of nálægt vinkonum sínum í vinkonuferð, en þeirri mynd var deilt og upphófst þá fjaðrafokið.

Þá varð ritstjóri fréttarinnar fyrir árásum fólks á samskiptamiðlum, því hún bar ekki grímu í stóru verslunarrými en í þágildandi reglum var ekki krafist þess, þrátt fyrir það hafði fólk uppi stór orð um að það ætti t.d. að handtaka ritstjórann fyrir að vera ekki með grímu, þó að sóttvarnarreglum hafi verið fylgt.

Þá mætti lögreglan á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi vegna brota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar, en reglurnar breyttust eftir miðnætti.

Enginn hefur þó enn farið fram á handtökur á Bessastöðum eða gestanna sem þar voru sem voru töluvert umfram 10 manns og þögn meginstaumsmiðlana um brotið er hrópandi. Má því reikna með að umræddur hópur teljist líklegast í rétta liðinu og því hafinn yfir gagnrýni, lög og reglur.

2 Comments on “Hræsni „góða fólksins,“ sóttvarnarreglur brotnar á Bessastöðum – hrópandi þögn”

  1. there is only one way out of this situation, and this is a just punishment for the „good people“ their right team, and fascists all over the world. There is not a single reason for them not to end up as Mussolini.

    https://c8.alamy.com/comp/G1D9MB/the-death-of-benito-mussolini-the-italian-fascist-dictator-body-of-G1D9MB.jpg

    In that just punishment for them, there is also a bit of symbolism. These fascists began their apocalyptic journey and tyranny with the story of the bat from China, so there is also a symbolic justice for them to end up hanging like bats

Skildu eftir skilaboð