Egill gargar á Joe Rogan, ekki forsetann – ,,garg góða fólksins er dygðaskraut“

frettinPistlar8 Comments

Páll Vilhjálmsson blaðamaður skrifar

Egill Helga spjallstjóri er hættur á Spotify vegna Joe Rogan starfsbróður Egils, sem talar við fólk er pólitíski rétttrúnaðurinn hefur sett út af sakramentinu. Glæpur Rogan er ,,að fá til sín í viðtal smitsjúkdómalækni sem mótmælt hefur bólusetningum barna gegn veirunni.

Atli Harðarson prófessor víkur að tískunni sem Egill fylgir og skrifar á Facebook um ,,gargvæðingu hugarfarsins:

Ýmist eru yfirvöld sögð skyldug til að setja strangari reglur um sóttvarnir eða talin sek um stórfelld brot á mannréttindum ef grímuskylda er framlengd um nokkrar vikur. Kóvid er bæði sagt ógn af verstu gerð og algerlega meinlaust kvef.

Það er hluti af gargvæðingu hugarfarsins að telja nær hvaðeina annað hvort í himnalagi eða fyrir neðan allar hellur. Sannleikurinn um þau efni sem ég nefndi er samt of beggja blands til þess að réttlæta nein gífuryrði.

Egill Helga gargar á Joe Rogan, sem fær til sín gesti með ólík sjónarmið, en lætur vera að garga á Guðna forseta sem fylgdi ekki sóttvarnarreglum þegar hann bauð í teiti. Sumir eru yfir það hafnir að fylgja reglunum. Sauðsvartur almúginn á að hlýða. Góða fólkið, handhafar rétttrúnaðarins, er með undanþágu.

Pólitíski rétttrúnaðurinn vildi ekki kannast við uppruna veirunnar til að valda ekki alþjóðlegum rétttrúnaði tjóni.

Garg góða fólksins er dygðaskraut.

8 Comments on “Egill gargar á Joe Rogan, ekki forsetann – ,,garg góða fólksins er dygðaskraut“”

  1. Góð grein, en að mínu mati er Egill einn af okkar bestu fjölmiðlamönnum og þáttastjónendum og verður seint talinn einn af góða fólkinu. Reyndar svolítið einstrengisleg þessi svart/hvítra flokkun góða og óþekka fólkið, við erum bara öll fólk með ólíkar skoðanir, þó væri auðvelt að færa rök fyrir einstrengislegum skoðunum Íslendinga á flestu öðru en fiski.

  2. Af hverju get ég ekki hætt á RÚV fyrir að taka ekki Egil Helgason af dagskrá?

  3. Langt síðan Egill missti hugrekkið. Það er gott að vera í hálauna starfi hjá Ríkinu (RUV), þá er best að rugga ekki bátnum – ekki detta út í; fylgja bara straumnum. Og svo getur verið að hann hafi misst vitið af ótta við Covid (enda í offitu-áhættuhópnum). Það er langt síðan að Egill samsamaði sig með „Góða Fólkinu“, – fólkið sem allt veit, hafa allar réttu skoðanirnar og eru öllum fremri. Egill er það sem kallað er „Sell-out“ og ætti að skammast sín.

  4. Silfur Egils var semsagt aldrei frá öllum hliðum heldur bara þóknanlegum.
    Egill Helgason styður riskoðun og bælingu hugmynda.
    #aframjoerogan
    Látum ekki hundleiðinlega fólkið eyðileggja frelsið.

  5. Ég sé ekki fyrir mér að Egill geti farð að stunda einhverja aðra vinnu, þar sem líkhamlegt atgervi hans býður ekki upp á það. Ekki fer hann á sjóinn!

  6. Sýnum háttvísi, sleppum því að niðra vaxtarlag/útlit fólk þó það stingi hausnum í sandinn eða skoðanir þeirra sé okkur ekki að skapi😉

  7. Kallinn getur hætt á spotify, ekkert að því, en að gala það út yfir þjóð. Fjölmiðlamaður að kalla eftir ritskoðun, dygðaspjátrungur.

  8. Helga Nanna Guðmundsdóttir. Ég var ekki að niðra neinn. Ég var bara að setja fram hugsanlega ástæðu fyrir því að hann vilji halda vinnunni sinni.
    Ert þú ekki frekar að niðra hann. Ég sagði t.d. Ekkert um útlit hans, en þér finnst það greinilega neikvætt.

Skildu eftir skilaboð