Nú er mál að linni – ólögmætar sóttvarnaráðstafanir

frettinPistlar2 Comments

Jón Magnússon lögmaður skrifar:

Fjármálaráðherra, fyrrum dómsmálaráðherra Sigríður Andersen og Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður segja, sóttvarnarráðstafanir vegna Kóvíd ólögmætar. Þórólfur sóttvarnarlæknir er ósammála en tekur fram að hann sé ólöglærður ólíkt hinum þremur.

Fyrrum yfirmaður Kóvíd göngudeildar Landspítalans, Ragnar Freyr Ingvarsson læknir, segir einkenni Ómíkron hafi jafnan verið væg þá tvo mánuði sem tekist hafi verið á við það og spyr hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur. Ekki furða að spurt sé þar sem Ómíkrónið virðist skárra en vond inflúensa. Sé það rétt sem læknirinn segir þá er ljóst, að forsendur frelsisskerðinga sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra standast ekki. Um er að ræða ólögmætar frelsisskerðingar.

Heilbrigðisráðherra tekur ákvarðanir um sóttvarnir og ber stjórnskipulega ábyrgð á þeim. Sé um ólögmæta beitingu sóttvarnarlaga að ræða, þá er um alvarlega valdníðslu ráðherrans að ræða, sem hann ber einn ábyrgð á en ekki Þórólfur Guðnason eða Katrín Jakobsdóttir. Vill heilbrigðisráðherra sitja uppi með þennan Svarta Pétur?

Ólögmætar frelsisskerðingar viljum við engar hafa Willum Þór.

2 Comments on “Nú er mál að linni – ólögmætar sóttvarnaráðstafanir”

  1. 2 vikur inn í faraldurinn frá fyrsta smiti 2020 var mér það dagsljóst að sóttvarnarlæknir væri ekki maður sem kynni að taka sjálfan sig úr sviðsljósinu. Að sveigja kúrfuna breyttist skyndilega í að útrýma öllum smitum, sem hver manneskja með minnsta mögulega skilning á kvef og flensusmitum vissi að voru óraunveruleg markmið, sem kölluðu einfadlega á nýjar og nýjar bylgjur. Og enn er verið að hlusta á þennan mann.

    Vandamálið er hins vegar stjórnmálamenn landsins og þeir eru hið raunverulega vandamál. Erfitt að gera sér grein fyrir því hvort um sé að ræða vanþekkingu og dugleysi eða á hin bóginn spillingu og/eða pólitíska ofsatrú sem felst í því að miðstýra okkur öllum og vantreysta til að hugsa um okkur sjálf.

  2. Sammála Bjarka, hér að ofan. Við höfum báðir verið fljótir að sjá i gegnum lygaþokuna. Og sem betur fer miklu fleiri 🙂

Skildu eftir skilaboð