Eins og áður hefur komið fram á Fréttinni og víðar hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýst yfir neyðarástandi í ríkinu sem veita honum og öðrum örmum yfirvaldsins töluvert auknar valdheimildir. Þessu hafa Samtök um borgaralegt frelsi í Kanada (CCLA) mótmælt en nú bætast fylkisstjórar ýmissa kandarískra fylkja við, svo sem Saskatchewan, Alberta og Manitoba.
Er nú öllum ráðum beitt til að stöðva mótmælin í Kanada og virðast meðal annars tölvuþrjótar vera að aðstoða kanadísk yfirvöld með því að brjótast inn á söfnunarsíður og afhjúpa nöfn og persónuupplýsingar sem yfirvöld geta mögulega nýtt sér síðar til að ákæra styrkveitendur sem lögbrjóta.
Á meðan halda mótmælin áfram, krakkar leika sér á auðum götunum og ef marka má fréttir frá blaðamönnum á svæðinu er góður hugur í fólki.