Sögulegur viðburður: Trudeau virkjar neyðarlög í fyrsta sinn í sögu Kanada

frettinErlent2 Comments

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur virkjað neyðarlög i fyrsta sinn í sögu landsins. Með neyðarlögunum fær ríkisstjórnin aukin völd til að bregðast við aðgerðum flutningabílstjóranna sem undanfarið hafa mótmælt skyldubólusetningum og bólusetningapössum og hafa heitið því að yfirgefa ekki þinghússvæðið í Ottawa fyrr en þessum skyldum hefur verið aflétt.

Lögin munu veita ríkisstjórn Trudeau veruleg völd í 30 daga, þar á meðal vald til að banna opinberar samkomur, ferðalög og viðveru á tilteknum stöðum og svæðum, frysta bankareikninga mótmælenda án dómsúrskurðar o.fl.

Lögin eru sett í kjölfar kostnaðarsamra mótmæla flutningabílstjóra og stuðningsmanna þeirra. Lögreglan opnaði á sunnudag Ambassador brúna í Windsor, eina mikilvægustu flutningaleið milli Kanada og Bandaríkjanna eftir að flutningabílstjórar höfðu lokað brúnni í heila viku.

En í Ottawa hefur mikill fjöldi mótmælenda hafið þriðju viku mótmælanna við þinghúsið í borginni.

Þetta eru ekki lengur lögleg mótmæli gegn stefnu stjórnvalda. Þetta er ólöglegt hernám. Það er kominn tími til að fólk fari heim,“ sagði Trudeau.

Það sem Trudeau kallar hernám eru Kanadamenn sem vill endurheimta frelsið, hér er yfirlýsing frá hreyfingunni.

Forsætisráðherrann kynnir lögin.

2 Comments on “Sögulegur viðburður: Trudeau virkjar neyðarlög í fyrsta sinn í sögu Kanada”

  1. Ef almenningur fer ekki að spyrna við fótum, eins og vörubílstjórar í Kanada ásamt fleirum, að þá eru þessi valdboð bara sýnishorn af því sem koma skal.

    Næst eru versnandi lífskjör, eignaupptaka í anda kommúnismans og tilraun til upptöku alheimseftirlits með borgurum heimsins.
    Trudeau er maður sem myndi skarta með sóma snubbóttu yfirvararskeggi enda báðir sósíalistar sem dreymir og dreymdi um algert miðstýrt alræði. Og þeir sem ekki fara í röðina samkvæmt skipun skulu eltir, ofsóttir, uppnefndir og refsað fyrir meinta óhlýðni við yfirvaldið.

    Hreyfingin gegn glóbalistaglæpahyskinu er bara rétt að vakna upp og mun ekki svæfð úr þessu.

  2. Þar með er Kanada officially orðin Kúba norðursins.

    Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Skildu eftir skilaboð