Setning neyðarlaganna í Kanada er ,,ógn við lýðræðið og borgaralegt frelsi“

frettinErlentLeave a Comment

Samtök um borgaralegt frelsi í Kanada (CCLA) hafa mótmælt opinberlega þeirri ákvörðun Justin Trudeau forsætisráðherra að setja á neyðarlög til að kveða niður friðsamleg mótmæli flutningabílstjóra, „Frelsislestina.

Trudeau er fyrsti forsætisráðherrann í sögu Kanada til að virkja neyðarlögins sem eiga aðeins við þegar neyðarástand er á landsvísu og eiga því við í „brýnu og alvarlegu tímabundnu ástandi sem:

(a) stofnar lífi, heilsu og öryggi Kanadamanna í alvarlega hættu og er af slíkri stærðargráðu eða eðli að það er út fyrir getu eða vald einstaks fylkis að takast á við og (b) ógnar alvarlega getu Kanada til að varðveita fullveldi, öryggi og landhelgi Kanada.

Samtökin fordæma ákvörðunina og segja hana „ógn“ við lýðræðið og borgaralegt frelsi, og mótmælin séu ekki fullnægjandi ástæða til að réttlætta setningu neyðarlaganna.

„Alríkisstjórnin hefur ekki mætt þeim þröskuldi sem nauðsynlegur er til að henni sé heimilt að beita neyðarlögunum. Þessi lög setja mjög ströng skilyrði af góðri ástæðu: Lögin gefa stjórnvöldum heimild til að fara fram hjá venjulegum lýðræðislegum ferlum. Þessi ströngu skilyrði neyðarlagana hafa ekki verið uppfyllt“ sögðu samtökin.

Neyðarlögunum er aðeins hægt að beita þegar tiltekið ástand „er alvarleg ógn gegn getu ríkisstjórnar Kanada til að varðveita fullveldi, öryggi og landhelgi Kanada“ og þegar „ekki er hægt að bregðast við ástandinu samkvæmt einhverjum öðrum gildandi lögum Kanada.“

„Ríkisstjórnir takast reglulega á við erfiðar aðstæður og gera það með því að nota það vald sem þeim er veitt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum“ sögðu samtökin. „Neyðarlög á ekki að gera að venjulegu ástandi. Það ógnar lýðræði okkar og borgaralegu frelsi.“

Neyðarlögin gefa alríkisstjórninni völd til að koma í veg fyrir að fólk safnist saman á ákveðnum stöðum og leyfa yfirvöldum að nota einkadráttarbíla til að fjarlægja hindranir mótmælenda. Lögin veita fjármálastofnunum einnig heimild til að banna að bankainnistæður verði notaðar til að fjármagna eða styðja við mótmælin.

Með setningu neyðarlaganna mun lögregla fá aukið vald til að sekta eða fangelsa þá sem fara ekki að fyrirmælum stjórnvalda. Ríkisstjórnin mun einnig taka yfir stjórn landamærastöðva, flugvalla og annarra opinbera bygginga.

Ríkisstjórnin ætlar að koma á lögregluríki í nafni öryggis

Aðstoðarforsætisráðherra Kanada og fjármálaráðherra, Chrystia Freeland, sagði að stjórnvöld myndu útvíkka reglurnar um „fjármögnun hryðjuverka“ þannig að þær nái yfir hópfjármögnunarvettvang og rafmyntir sem ætlaðar eru mótmælendunum.

Trudeau sagði að bílalestin væri „ekki friðsamleg mótmæli“ þar sem hún væri að skaða „efnahag Kanada og stofna almannaöryggi í hættu.“ Hann sagði að lögregla hefði ekki haft getu til að binda enda á mótmælin og halda reglu, þrátt fyrir að hafa gert sitt besta.

„Þrátt fyrir góða viðleitni lögreglu á hverjum stað er nú ljóst að það eru alvarlegar áskoranir fyrir lögreglu að framfylgja lögum með áhrifaríkum hætti,“ sagði Trudeau á mánudag. „Ég vil vera mjög skýr, umfang þessara aðgerða verður tímabundið, takmarkað við ákveðin landsvæði og í sanngjörnu og í réttu hlutfalli við þær ógnir sem aðgerðunum er ætlað að takast á við. Þetta snýst um að halda Kanadamönnum öruggum."

Heimild

Skildu eftir skilaboð