Fréttastöð fjarlægir frétt um Ivermektín og Elísabetu Englandsdrottningu

frettinErlentLeave a Comment

Ástralski fréttaþátturinn A Current Affair (ACA), virðist hafa fjarlægt frétt sem benti til þess að Elísabet Englandsdrottning sæe að nota lyfið Ivermektín sem meðferð við COVID-19.

Í fréttaþættinum var Dr. Mukesh Haikerwal, bresk-ástralskur læknir, sem sagði að drottningin gæti notið góðs af „nýjum lyfjum“ sem samþykkt eru til meðferðar á sjúklingum í áhættuhópum á áströlskum sjúkrahúsum.

Myndband af fréttinni, sem fór hratt um samfélagsmiðla, sýnir viðtalið við lækninn og á því augnabliki sem hann nefnir „nýju lyfin,“ birtast á skjánum myndir af  lyfinu „Stromectol,“ sem, samkvæmt lýsingu á öskjunni, inniheldur 3 mg. af Ivermektín í hverri töflu.

Fréttamiðillin Caldron Pool segist geta staðfest að fréttin í heild sinni hafi verið á Facebook síðu ACA í morgun en hefur síðan verið fjarlægð.

„Hvað veit Channel 9 sem við vitum ekki? spurði ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Gerard Rennick á Facebook eftir að hafa séð myndbandið.

„Er Ivermectin (Stromectol) sem sýnt er í fréttinni, gefið Covid sjúklingum á áströlskum sjúkrahúsum? ,,Samkvæmt fjölda uppljóstrara, þá er það þannig,“ sagði Rennick.

„TGA (Therapeutic Goods Administration) og heilbrigðisyfirvöld hafa logið svo mörgum sinnum að það kæmi mér ekki á óvart að svo væri einnig í þessu tilviki,“ bætti hann við.

Channel 9 uppfærði síðan fréttina og gaf út yfirlýsingu sem segir er að myndbúturinn af Ivermektín hafi verið settur inn vegna „mannlegra mistaka.“

„Við ætluðum að leggja áherslu á lyfið Sotrovimab en í fréttinni var fyrir mistök sýnd mynd af lyfinu Stromectol sem inniheldur Ivermektín,“ segir í yfirlýsingu.

„Við vorum ekki að gefa til kynna að Dr. Mukesh Hawikerwal ávísaði Stromectol. Við höfum beðið hann afsökunar og hann tekið afsökunarbeiðnina til greina. Við mælum ekki með því að drottningin noti Ivermektín,“ bættu fréttamennirnir við.

Fyrr í mánuðinum birti Reuters ekki ósvipaða frétt um ágæti lyfsins Ivermektín og vísaði þar í japanska rannsókn um góða virkni lyfsins gegn Covid og sagði lyfið vera veirudrepandi. Daginn eftir var fréttin uppfærð, rétt eins og slegið hefði verið all verulega á putta fréttamannanna. Fréttin var lagfærð a.m.k. fimm sinnum, með svipuðum hætti og gert er nú, þ.e. að draga úr fréttinni og ágæti lyfsins og vísa til þess að lyfið væri ekki samþykkt af FDA.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Skildu eftir skilaboð