Trudeau afturkallar neyðarlögin í Kanada

frettinErlentLeave a Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að ríkisstjórnin geti afturkallað umdeild neyðarlög nú þegar mótmælin í Ottawa og við landamærastöðvar Kanada og Bandaríkjanna hafa róast.

Mótmæli flutningabílstjóra fóru stigvaxandi og náðu hámarki þegar helstu landamærastöðvum Kanada og Bandaríkjanna var lokað sem og aðalsvæði höfuðborgarinnar.

Öllum landamærahindrunum hefur nú verið aflétt og rólegt er á götum úti umhverfis þingið í Ottawa.

„Frelsislestin“ svokallaða skók Kanada og veitti mótmælendum þvingunaraðgerða í Frakklandi, Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi og Hollandi innblástur.

„Við erum þess fullviss að núverandi lög og samþykktir nægi til að halda fólkinu öruggu,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á miðvikudag og bætti við að Ottawa muni halda áfram að styðja lögreglu og yfirvöld á staðnum.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar og fleiri gagnrýndu aðgerðirnar, sérstaklega þann hluta sem snéri að frystingu bankareikninga þeirra sem á einhvern hátt skipulögðu eða tóku þátt í mótmælunum.

Síðasta laugardag tilkynnti fylkisstjóri Albert að hann hefði vísað lögmæti neyðarlaganna til dómstóla.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð