Fylkisstjóri Alberta í Kanada stefnir Trudeau fyrir dómstóla vegna neyðarlaganna

frettinErlentLeave a Comment

Á mánudag, fyrir viku, virkjaði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, neyðarlög til að bregðast við friðsamlegum mótmælum flutningabílstjóra gegn harðstjórnarlegum og vitlausum kröfum hans um skyldubólusetningar og bólusetningapassa.

Með þessu varð Trudeau fyrsti forsætisráðherra í sögu Kanada til að beita neyðarlögum (sem aðallega eru hugsuð vegna hernaðarlegs neyðarástands er ógnar fullveldi landsins), gegn friðsömum kanadískum mótmælendum.

Vegna þessa tilkynnti Jason Kennedy, fylkisstjóri Alberta, á Tvitter á laugardag að hann hefði vísað lögmæti virkjunar neyðarlaganna til dómstóla.

Sagði hann að virkjun neyðarlaganna vera óþarfa, óhóflega, brjóta gegn náttúrulegu réttlæti, innrás í lögsögu fylkjanna og skapa hættulegt fordæmi.

Þá líkti hann virkjun neyðarlaganna við það að notuð væri sleggja til að opna hnetu.

Í ljósi yfirlýsinga Dr. Reiner Füllmich um mútuþægni dómara á Vesturlöndum verður fróðlegt að sjá hvernig dómstólar í Kanada munu taka á málinu.


Skildu eftir skilaboð