„Þingfulltrúar - þið allir sem hafið framið þennan glæp - ég beini einni spurningu til ykkar: hvernig í fjandanum ætlið þið að komast upp með þetta? Við munum ekki láta það gerast. Við ætlum að sækja á ykkur. Við höfum þrek til að elta ykkur uppi og við munum gera það.“
Ástralski öldungadeildarþingmanni Malcolm Roberts stóð fyrir viðburði, COVID Under Question, 23. mars sl. Viðburðurinn var þverpólitísk könnun á aðgerðum áströlsku ríkisstjórnarinnar í tengslum COVID.
Roberts hélt í framhaldinu ræðu í ástralska þinginu þar sem hann kynnti niðurstöðurnar. Upptaka af ræðunni er hér neðar og hér er hluti úr ræðunni:
Sönnunargögn gegn því að Covid bóluefnin eigi ekki að vera lengur á bráðabirgðaleyfi hlaðast upp, en það er TGA (Therapeutic Goods Administration) sem veitir leyfið.
Sem fulltrúi íbúa Queensland og Ástralíu tala ég hér í kvöld um aðgerðir þingsins við COVID-19 og þann hræðilega skaða og mannfall sem orðið hefur vegna þeirra aðgerða. Í síðustu viku komu ástralskir þingmenn saman á viðburði sem ég skipulagði, COVID Under Question, til að leggja fram skjalfest sönnunargögn og vitnisburði fórnarlamba sem sýna fram á skelfileg mistök í regluverki Ástralíu.
Yfrivöld fela bóluefnaskaðann
COVID bóluefnaskaðinn er falinn á bak við nafnlaus gögn stjórnvalda á meðan meintum COVID veiruskaða er dembt yfir þjóðina á helstu áhorfstímum í sjónvarpi.
Það minnsta sem við getum gert fyrir fórnarlömb COVID bóluefna er að segja nöfn þeirra - fórnarlamba eins og Caitlin Georgia Gotze, heilbrigð 23 ára kona sem lagði stund á nám í dýralækningum við Griffith háskólann. Caitlin lést í vinnunni úr hjartaáfalli eftir annan skammtinn af Pfizer. Dauði hennar var skráður sem astmi, kvilli sem Caitlin hafði aldrei glímt við.
Reginald Shearer, sem áður var heilsuhraustur og virkur maður, hneig snögglega niður og lést af völdum kvilla eftir að fengið AstraZeneca bóluefnið. Daniel Perkins, 36 ára heilbrigður faðir frá Albion Park, lést úr hjartaáfalli í svefni eftir aðra Pfizer sprautuna. Douglas James Roberts lést eftir að hafa tekið AstraZeneca. Fjölskylda hans hefur áhyggjur af því að heimilislæknir hans hafi ekki varað hann við aukaverkunum bóluefnisins. Með öðrum orðum, ekkert upplýst samþykki fékkst. Taugaskurðlæknar á Royal Brisbane rekja dauða hans til heilablóðfalls, þrátt fyrir enga fjölskyldusögu þar um og gott heilsufar. Læknarnir neituðu að tilkynna andlát hans til TGA - þeir neituðu!
Ástralska heilbrigðiseftirlitsstofnunin Ahpra hefur hrætt lækna frá því að tilkynna og jafnvel tala um bóluefnaskaðann sem þeir verða vitni af. TGA eyddi 98 prósent af 800 dauðsföllum vegna bóluefnanna – 98 prósentum var eytt! - dauðsföll sem læknar höfðu tilkynnt til stofnunarinnar. TGA gerði það án krufningar eða viðeigandi skoðunar á heilbrigðisgögnum sjúklinganna.
TGA, ATAGI (Australian Technical Advisory Group on Immunisation) og Aphra eru aparnir þrír í lyfjaiðnaðinum: heyrðu ekki, sjáðu ekki og segðu ekkert illt.
Ráðherrann tók orð lyfjafyrirtækjanna góð og gild
Samkvæmt lögum frá 1989 (Therapeutic Goods Act) ber heilbrigðisráðherra að tryggja að gæði, öryggi og virkni bóluefna hafi verið staðfest með fullnægjandi hætti fyrir hvern hóp sem veitt er samþykki fyrir. Gögn sem nýlega komu fram hjá dómstólum í Bandaríkjunum sýna greinilega að skaði bóluefnisins var áberandi mikill í klínískum rannsóknum sem Pfizer, BioNTech og fleiri framkvæmdu. Ef ATAGI hefði nennt að biðja um upplýsingarnar, hefði það átt að leiða til synjunar á umsókn um bráðabirgðaleyfi. Engin gögn voru veoru afhent ráðherrans, engin óháð greining á grundvallaratriðum í kringum ný mRNA bóluefni var gerð í Ástralíu - engin í Ástralíu! Þess í stað tók heilbrigðisráðherra orð Pfizer, AstraZeneca og Moderna góð og gild.
Ég endurtek: ráðherrann tók orð lyfjafyrirtækjanna sjálfra fyrir því að bóluefnin væru örugg. Þetta eru sömu lyfjafyrirtækin og hafa verið sektuð hvað eftir annað fyrir glæpsamleg athæfi. AstraZeneca fékk 355 milljón dala sekt fyrir svik og 550 milljóna dala sekt fyrir að setja fram órökstuddar fullyrðingar um virkni. Pfizer fékk 430 milljón dollara sekt fyrir að setja fram órökstuddar fullyrðingar um virkni og 2,3 milljarða dollara sekt fyrir að setja fram órökstuddar fullyrðingar um virkni og mútugreiðslur.
Þetta eru fyrirtækin sem Frjálslyndi flokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Græningjar, okkar eigin lyfja-lobbýistar, vilja afhenda meira fé.
Það er ekki byggt á grundvelli umfangsmikilla staðbundinna prófana og rannsókna, það er einfaldlega byggt á því sem lyfjafyrirtækin sjálf segja, þ.e.a.s að bóluefnin þeirra séu örugg. Það er engar prófanir. Þvílík svik! Þvílíkt glæpsamlegt vanhæfi! Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa fengið eina milljón dollara hvor frá lyfjafyrirtækjunum, bara á þessu kjörtímabili. Milljarðar til viðbótar eru settir til hliðar í fjárhagsáætlun vikunnar til að greiða lyfjafyrirtækjunum fyrir að halda COVID-19 peningalestinni gangandi.
Aðrir valkostir við bóluefnin bannaðir
Síðan má nefna ákvörðun TGA um að banna örugga og fullkomlega viðurkennda valkosti við COVID-19 bóluefnin, það er hýdroxýklórókín og ivermektín; vítamín, steinefni og náttúruleg veirueyðandi lyf; auk heilbrigðs lífernis.
Ákvörðunin um að banna þessar öruggu meðferðir sem hafa virkað um allan heim var tekin til að tryggja sem hraðasta og víðtækasta upptöku bóluefnanna. Viðskiptavinir TGA fjármagna TGA. Það þýðir að lyfjafyrirtæki fjármagna samþykki á þeirra eigin vörum.
One Comment on “Ástralskur þingmaður: „yfirvöld fela bóluefnaskaða og hræða lækna frá því að tilkynna skaðann“”
Einhvernveginn finna margir á sér að manngerði sars-cov-2 vírusinn og bóluefnin frá ofur capitalinu eig sér uppruna í Malthusian áhyggjum globalista sem hittast jafnt og þétt á m. a. Bildenberg og World Economic Forum.