Forseti Brasilíu skýtur fast á Leonadro DiCaprio – „losaðu þig við snekkjuna áður en þú heldur fyrirlestur um umhverfismál“

frettinErlentLeave a Comment

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, skaut fast á Hollywood leikarann Leonardo DiCaprio og sakaði hann um hræsni í loftslagsmálum.

Bolsonaro sagði við leikaranum að hann ætti að „losa sig við snekkjuna sína áður en hann héldi fyrirlestur um umhverfismál fyrir heiminn.“

Í janúar „náðust myndir af DiCaprio í fríi með vinum sínum á 150 milljón dollara „Vava II“, stærstu snekkju sem framleidd er í Bretlandi, og áætlað er að framleiði 238 kg af koltvísýringi á hvern 1,6 kílómetra,  jafn mikið og meðalstór bifreið á Bretland losar á tveimur mánuðum,“ segir breski miðillinn Zero Hedge.

Bolsonaro var að svara skrifum DiCaprio á Twitter sem sagði Amazon-regnskóginn hafa „staðið frammi fyrir árás ólöglegrar skógareyðingar af völdum úrvinnsluiðnaðar á síðustu þremur árum.

„Þú aftur, Leó?“ skrifaði Bolsonaro. „Ég segi þér aftur, losaðu þig við snekkjuna þína áður en þú lest yfir heiminum, en ég þekki frjálslynda (í stjórnmálum): þú vilt breyta öllum heiminum en aldrei sjálfum þér.

„Svona okkar á milli, þá er undarlegt að sjá náunga sem þykist elska plánetuna veita Brasilíu meiri athygli en eldunum sem eru að skaða Evrópu og hans eigið land,“ bætti Bolsonero við.

Forsetinn útskýrði síðan fyrir leikaranum hvernig málum sem hann sagði Di Caprio „ekki hafa hundsvit á“ væri háttað í Amazon og má lesa á Twitter síðu forsetans.


Skildu eftir skilaboð