Milljarðamæringarnir kaupa kolefniskvótann og flúga á einkaþotum sínum – þeir fátæku „bjarga“ jörðinni

frettinPistlar3 Comments

Þórður Már Jónsson lögfræðingur skrifar:

Þá er næsti fasi WEF trilljónamæringaklúbbsins handan við hornið. Þessu hafa allir beðið spenntir eftir. Nema þeir sem eru sofandi og hafa varla einu sinni heyrt af bændabyltingunni í Hollandi. Þar sem hún er ekki á mbl, visir og ruv, þá er hún ekki raunveruleg.

Hvað um það. Hugsunin hefur lengi verið að komið verði á loftslagskvóta fyrir allar manneskjur á jörðinni. Þannig fengi hver og ein manneskja úthlutað sínum „kolefniskvóta“. Til að þetta gangi allt saman upp, þannig að allir hlýði nú og geti ekki svindlað og eyði ekki umfram sinn kvóta, þá þarf að taka upp svokallað "digital passport," eða stafrænt vegabréf.

Innleiðing þess er nú þegar langt komið á ákveðnum stöðum. Með því væri hægt að fylgjast með hverju skrefi okkar. Þannig yrði skráð niður allt sem við kaupum út í búð, hversu langt við keyrum á bílnum okkar, hvert við ferðumst, hvernig við ferðumst, hvort við borðum nautasteik úti á veitingastað eða hvort við borðum kál og maura.

Hugsunin er að umrætt kvótakerfi virki þannig, að þeir sem hafa meiri ráð, geta keypt kvóta af litla manninum, sem mun ekki hafa ráð á því að ferðast eða borða kjöt og sjá sér hag í því að selja bara sinn kvóta til þeirra sem hafa mun meiri efni.

Þannig geta milljarðamæringarnir í WEF (sorglegt en þið vitið fæst einu sinni hvað WEF er) ferðast óhindrað og gert allt óhindrað, allur kvóti mun safnast á fáeinar hendur. Heiminum verður þannig „bjargað“ en allar heimildir til kolefnislosunar verða í höndum þeirra sem eiga peningana. Þeir geta þotið á einkaþotunum sínum heimshornanna á milli og í geimflaugunum sínum, á meðan við hin „björguðum“ jörðinni.

Þetta er algjörlega raunverulegt, en flestum ykkar finnst þetta eitthvað ægilega fyndið. Sama hversu raunverulegt þetta verður, hversu mikið sem þetta nálgast, öskrið þið „samsæriskenningar„ og „falsupplýsingar.“ Jafnvel þó hægt sé að kynna sér öll þessi markmið hjá valdamesta klúbbi veraldar, World Economic Forum, sem er líklega viðurstyggilegasti félagsskapur sem mannkynið hefur séð. Þetta er "dead real" gott fólk. Og mun gerast nema við spyrnum öll við fótum. Þetta mun aðeins gerast ef þið „anti-samsæriskenningaliðið“ leyfið þessu að gerast. Og mörg ykkar eruð, sorry, svo vitlaus að ykkur hreinlega þyrstir í þessar aðgerðir, því þið trúið því að þetta verði gert til að bjarga okkur öllum.

P.s. Þetta myndband verður væntanlega merkt sem "misleading" eða eitthvað gáfulegt, af eiganda Fésbókar og meðlimi WEF.

Hér ræðir kanadíski þáttastjórninn Mark Steyn við hollenska lögfræðinginn og stjórnmálaskýrandann Evu Vlaardingerbroek:

Birt með leyfi höfundar.


3 Comments on “Milljarðamæringarnir kaupa kolefniskvótann og flúga á einkaþotum sínum – þeir fátæku „bjarga“ jörðinni”

  1. Heldur einhver að valdaelítan muni breyti sínum neysluvenjum?

  2. Fólkið sem selur framtíð barnanna sinna í hláturskasti og sofandahætti, sorglegt

  3. Því miður gæti ég vel trúað þessu, brjálæði.. Valdaklíkan er fullkomlega geðveik.

Skildu eftir skilaboð