Dr. Shmuel Shapira er ísraelskur læknir og vísindamaður, sem gegndi stöðu forstjóra rannsóknar-stofnunarinnar IIBR í Ísrael 2013-2021, þar sem hann leiddi þróunarvinnu á bóluefnum fyrir kórónuveirunni.
Dr. Shapira er einnig stofnandi og framkvæmdastjóri herlækningadeildar Hebreska háskólans og læknadeildar IDF. Hann er rannsóknarmaður við stofnunina International Institute for Counter-Terrorism (ICT) við Reichman háskólann í Ísrael, svo fátt eitt sé nefnt.
Hann hefur einnig birt meira en 110 ritrýndar vísindagreinar og er ritstjóri tímaritsins Essentials of Terror Medicine.
Ritskoðaður af Twitter
Í síðustu viku var Dr. Shapira ritskoðaður af Twitter sem neyddi hann til að fjarlægja færslu sem sagði: „Apabólutilfelli voru sjaldgæf í mörg ár. Á síðustu árum var eitt tilvik skráð í Ísrael. Það er vel þekkt að mRNA bóluefnin hafi áhrif á ónæmiskerfið. Apabólufaraldur í kjölfar gríðarlegrar Covid-bólusetningar er ekki tilviljun, skrifaði Shapira.
Dr. Shapira, sem stofnaði Twitter aðgang í janúar 2022, hefur gagnrýnt mRNA bóluefnin sífellt meir frá því hann fordæmdi opinberlega að Albert Bourla, forstjóri Pfizer, hafi fengið ísraelsku Genesis verðlaunin.
Þann 18. janúar 2022 skrifaði Shapira á Twitter: „Ísraelsku Genesis-verðlaunin voru veitt forstjóra Pfizer, hversu aumt. Í stað þess að veita ísraelskum vísindamanni þau. Og allt þetta fær hann fyrir sæmilegt, skammtíma verkandi bóluefni sem skilaði Pfizer milljarða hagnaði. Bourla verður skipaður konungur Ísraels núna. Ég minni á að hin bólusetta Ísrael er í fjórða sæti yfir fjölda Covid sjúklinga í heiminum. Það er met!“
Þann 6. febrúar 2022 spurði Shapira: „Hvaða einkunn myndir þú gefa bóluefni sem fólk er sprautað þrisvar sinnum með og veikist tvisvar (frá og með deginum í dag)? Svo ekki sé minnst á alvarlegar aukaverkanir.“
Þann 9. apríl 2022 sagði Shapira: „Forstjóri fyrirtækisins (Pfizer), sem Ísraelar hafa fengið milljónir bóluefnaskammta frá, sagði í viðtali við NBC að Ísrael þjónaði sem rannsóknarstofa heimsins. Eftir því sem ég best veit er þetta fyrsta tilvikið í sögunni þar sem tilraunadýrin greiða óheyrilega háa upphæð fyrir þátttöku sína.“
Fékk alvarlegar aukaverkanir eftir þriðju sprautuna
Þann 13. maí 2022 sagði Shapira: „Ég fékk þrjár bólusetningar, og hlaut alvarlegan skaða í kjölfarið sem og margir aðrir. Traust mitt er verulega skaddað...ég mun berjast af öllum mætti til þess að sanngjörn svör fáist varðandi allt ferlið, ekki bara bóluefnin.“
Hinn 7. júní 2022 sagði Shapira: „Við erum að tala um bólusetningu númer fimm á tveimur og hálfu ári með bóluefni sem var hannað fyrir upphaflega afbrigðið í janúar 2020 (langafa langafa núverandi afbrigða). Bóluefni sem kemur ekki í veg fyrir sýkingu, kemur ekki í veg fyrir sjúkdóma og veldur verulegum aukaverkunum, svo ekki sé meira sagt. Af hverju? Hver eru rökin? Hvaða yfirvald samþykkti þetta? Og ekki segja að það komi í veg fyrir alvarleg veikindi, enginn hefur sýnt fram á það.“
Þann 8. júní 2022 sagði Shapira: „Ég mun halda áfram og spyrja hvers vegna eigi að gefa fimmta skammtinn af úreltu bóluefni sem kemur ekki í veg fyrir sjúkdóma og virðist valda mörgum alvarlegum aukaverkunum.“
Þann 5. júlí 2022 sagði Shapira frá „syni 36 ára gamals ástralsks vinar síns“ sem fékk „alvarlegar hjartsláttartruflanir og fékk hjartaáfall“ aðeins „dögum eftir annan Pfizer skammtinn.“
„Skaðabæturnar koma sjálfrafa frá áströlskum stjórnvöldum,“ sagði hann. „Þrátt fyrir það hvernig ríkisstjórn Ástralíu hagar sér þá viðurkennir hún tengslin og hugtakið „engin tengsl“ er ekki að finna í orðabókinni.“
Þann 15. júlí 2022 deildi Shapira töflu með COVID smitum í New South Wales í Ástralíu sem sýnir aukna hættu á COVID sýkingu með hverjum viðbótar skammti af mRNA bóluefninu og sagði: „Samkvæmt opinberum gögnum frá Ástralíu; því meira bóluefni sem þú færð því líklegra er að þú verðir veikur og fjórða sprautan eykur líkurnar verulega. Samkvæmt þessari rannsókn telst þetta ekki vera bóluefni, að minnsta kosti samkvæmt því sem mér hefur verið kennt.“
Þann 18. júlí 2022 skrifaði Shapira: „Ég er ekki á móti bóluefnum, ég er á móti heimsku, á móti falsvísindum og á móti vanhæfri ríkisstjórn.“
Þann 28. júlí 2022 skrifaði Shapira: „Ég fékk viðvörun frá Twitter sem sagði mér að eyða færslunni um tengslin milli apabólu og Covid bóluefna. Á hverjum degi skil ég betur hvar við búum og á hvaða ári.“
Þann 31. júlí 2022 deildi Shapira tengli frá VAERS í Bandaríkjunum (gagnarunnur um tilkynntar aukaverkanir bóluefna) sem sýndi samtals 1.357.937 tilkynningar, þar á meðal 170.151 sjúkrahúsinnlagnir og 29.790 dauðsföll, og í færslunni skrifaði Saphira einfaldlega: „Öruggt og áhrifaríkt.“