Breski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Sting gerði stutt hlé á tónlist sinni á tónleikum í Varsjá um síðustu helgi þar sem hann sagði að lýðræðið væri undir árás um allan heim. Hann sagði jafnframt að stríðið í Úkraínu væri „fáránleiki byggður á lygi.“
Sting bað vinsælan pólskan leikara, Maciej Stuhr, að stíga á sviðið og þýða skilaboð sín: „Valkosturinn við lýðræði er fangelsi, fangelsi hugans. Sá valkostur er martröð; ofbeldi, kúgun, fangelsun og þögn.“ Það kallast harðstjórn og harðstjórn er alltaf byggð á lygi, því meiri harðstjórn, því meiri lygi sagði Sting.
„Stríðið í Úkraínu er fáránleiki byggður á lygi. Ef við gleypum lygina mun lygin éta okkur,“ sagði Sting.
Sting uppskar sérstaklega mikið lófaklapp þegar hann sagði að lýðræðið væri flókið og pirrandi fyrirbæri og oft óskilvirkt „en það væri samt þess virði að berjast fyrir. „Lýðræðið krefst stanslausrar athygli og aðlögunar, bætti hann við.
Eftir ræðu sína flutti hann lagið „Fragile“, en textinn í laginu inniheldur meðal annars orðin: „ekkert kemur úr ofbeldi og ekkert getur komið þaðan.“
Hér má hlýða á varnarorð tónlistarstjörnunnar bresku.
One Comment on “Sting: „lýðræðið er undir árás um allan heim – stríðið er fáránleiki byggt á lygum“”
Draugagangur:
Nýverið hafa erlendir poppsérfræðingar, sem þekkja hvern krók og kima í helstu verkum sinna uppáhaldshljómsveita og söngvara, tekið eftir því að byrjað er að fikta við og breyta upprunalegu lögum og textum ýmissa slíkra aðila á hinum svokölluðu streymisveitum.
Þetta er auðvitað gert með hjálp tölvutækninnar, og svokallaðri gervigeind (AI) sem fer létt með að þurrka út eða afbaka vissa texta eða jafnvel allt hljómfall verksins, svo lymskuega, að það eru ekki nema allra færustu nördar sem taka eftir misfellunum.
Á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir þessu eru:
– Jim Croce, í laginu „Operator“ þar sem „Tell HER I’m fine var breytt í: Tell’EM I’m fine
-Bee Gees: í laginu ‘How deep is your love’ þar sem „I really need to know“ var breytt í „I really need to learn“
-Michael Jackson: lagið Billy Jean hefur verið endurhljóðblandað (remasterað) þannig að bassatromman er tjúnuð niður, og stuðið í laginu þannig nánast eyðilagt.
-Pink Floyd: Atriði í kvikmyndinni The Wall (senan um samræði blómanna) gerilsneytt og afbakað þannig að það er nú óþekkjanlegt.
-AC/DC: „Trukkið“ í þeirra þungarokki hefur verið tjúnað niður í nánast huggulega kammermúsík..
Hvernig á að bregðast við þessu? Segja samstundis upp áskrift að öllum þessum streymisveitum, og flýta sér niður í plötuverslunina á Rauðarárstígnum eða í Kolaportið, þar sem enn má finna upprunalegu útgáfurnar á plötum eða geisladiskum (en tæpast mikið lengur)….