Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu sinni hjá CPAC (Conservative Political Action Conference) í Texas um helgina að núverandi skólakerfi Bandaríkjanna væri sjúkt og að Repúblikanar yrðu að frelsa börnin úr klóm marxískra verkalýðsfélaga, hvaðan sem þau koma.
„Núverandi skólakerfi er sjúkt, það er sjúkt, við erum nánast með versta árangurinn á heimsvísu en eyðum meira fjármagni á hvern nemanda en öll önnur lönd,“ sagði Trump.
„Skólabænir eru bannaðar í skólum en dragsýningar leyfilegar...það má ekki kenna biblíusögur en það má kenna skólabörnum að Bandaríkin séu vond og að karlmenn geti orðið óléttir,“ sagði fyrrverandi forsetinn.
Hann gagnrýndi ýmislegt fleira sem má lesa hér.