Joe Rogan segir að Jeffrey Epstein gæti hafa starfað fyrir CIA

frettinErlent1 Comment

Nýjasti þáttur Joe Rogan fór á flug eftir að Rogan hélt því fram að Jeffrey Epstein, sem dæmdur var fyrir barnaníð, hafi mögulega starfað sem leyniþjónustumaður fyrir CIA eða Mossad í Ísrael.

Epstein tók mögulega þátt í aðgerð til að safna viðkvæmum upplýsingum um ríkustu og valdamestu einstaklinga heims sagði Rogan í þættinum The Joe Rogan Experience.

Málefnið um hinn látna Epsteins kom til tals þegar Rogan og gestur hans, Whitney Cummings, töluðu um tengsl Epsteins við Harvard háskólann.

„Jæja, hann gaf örugglega eitthvað af peningum til vísindanna,“ sagði Rogan og átt við Epstein.

„Vitið þið...ég átti samtal við vísindamann sem kaupir ekki söguna um Epstein og sjálfur vildi hann ekki fara á fundi með honum o.fl.. …og hann sagðist  hneykslaður yfir því hversu lítið af peningum hann gaf í raun.“

Epstein gaf að minnsta kosti 9 milljónir dollara til Harvard og heimsótti Harvard meira en 40 sinnum, samkvæmt skýrslum, en Rogan sagði að samband Epsteins við elítuna í Cambridge, Massachusetts, gæti hafa verið mun dýpra.

„Hann mætti með fólkið í veislur, rétt eins og það væri njósnaaðgerð,“ sagði Rogan. „Hver sá ​​sem stjórnaði því, hvort sem það var Mossad eða CIA eða hvort tveggja, þá var þetta leyniþjónustuaðgerð. Þeir voru að koma með fólk til að setja það í „hunangsgildru.“

„Og síðan voru gerðar málamiðlanir við fólkið, að það yrði  notað gegn því, „þú veist,“ allt það sem þeir höfðu á fólkið og síðan var það notað til að hafa áhrif á skoðanir þess og hvernig það tjáði þær skoðanir,“ bætti hann við. „Og ég veit ekki hvers vegna þeir myndu vilja gera það við vísindamenn, það finnst mér mjög undarlegt.

Þátt Joe Rogans má sjá hér:


One Comment on “Joe Rogan segir að Jeffrey Epstein gæti hafa starfað fyrir CIA”

Skildu eftir skilaboð