John Travolta heiðrar minningu Oliviu Newton-John: „Þú gerðir líf okkar svo miklu betra“

frettinErlentLeave a Comment

Leik-og söngkonan Dame Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri, og minningarorðin streyma inn. John Travolta er einn þeirra sem heiðrar minningu leikkonunnar.

„Elsku besta Olivia, þú hefur gert líf okkar allra svo miklu betra,“ skrifaði John Travolta, sem lék með Newton-John í kvikmyndinnu frægu Grease, og deildi mynd af leikkonunni á Instagram. „Þú hafðir ótrúleg áhrif á allt. Ég elska þig svo mikið. Við munum sjá þig síðar og verðum öll saman á ný. Þinn frá því ég sá þig fyrst og að eilífu! Þinn Danny, þinn John!“


Skildu eftir skilaboð