Harvey Risch, sóttvarnalæknir við Yale háskólann, reiknar með því að tryggingafélög leiti eftir skaðabótum frá lyfjarisunum sem framleitt hafa Covid-19 tilraunabóluefnin. Þetta kom fram hjá honum í viðtali í þættinum Just the News, 1. ágúst sl.
Ástæðan er að tryggingafélögin hafa þurft að að standa straum af gríðarlegum kostnaði vegna óvæntra dánarkrafna sem tryggingafélögin höfðu ekki gert ráð fyrir. Tryggingafélögin þurfi hins vegar að finna leið til að mæta þessum óvænta og mikla kostnaði sem þau hafi þurft að þola.
Tryggingafræðingar tryggingafélaganna áætluðu að Covid bólusettir einstaklingar myndu lifa lengur og þeir hafi við áætlanir sínar byggt á rangfærslum lyfjarisanna um „lokapunkt dánartíðni af öllum orsökum” (e. all-cause mortality endpoint) eftir upprunalegu klínísku prófanir þeirra. Vegna rangfærslnanna hafi áætlanir tryggingafélagana aldrei getað staðist þegar á reyndi.
Fréttin fjallaði nánar um þessar rangfærslur lyfjarisanna í þessar frétt sem lesa má hér.
Tryggingafélög þurft að þola fordæmalausa aukningu útgreiðslna
Eins og Fréttin fjallaði um og lesa má um hér hafði forstjóri One America tryggingafélagsins tilkynnt að dauðsföll meðal útivinnandi fólks á aldrinum 18 - 64 ára hefðu aukist um 40% á þriðja ársfjórðungi 2021.
Þá kom einnig fram í fréttinni að mun stærra líftryggingafélag, Lincoln National, hefði tilkynnt um 163% hækkun á dánarbótum sem greiddar voru út vegna líftrygginga árið 2021, fyrsta árið eftir að tilraunabólusetningarnar hófust.
Forstjóri One America sagði einnig að aukninging útgreiðslnanna ætti við um öll tryggingafélögin. Hann lýsti aukinginunni sem „fordæmalausri“ og um væri að ræða „gríðarlega háar fjárhæðir,“ þær hæstu sem sést hefðu í sögu líftryggingastarfseminnar.
Það voru þó ekki aðeins dauðsföll fólks á vinnualdri sem fóru upp í óheyrðan fjölda árið 2021, heldur einnig örorkukröfur til skamms og lengri tíma.
Um miðjan júní sl. þegar upplýsingarnar um útgreiðslur Lincoln National komu fram var enn verið að taka saman og endurskoða ársuppgjör annarra tryggingafélaga.
Á þeim tíma sýndi Lincoln National mestu hækkunina á greiðslu dánarbóta sem greiddar voru út árið 2021, þó að Prudential og Northwestern Mutual sýndu einnig verulegar hækkanir. Mun meiri hækkanir árið 2021 en árið 2020, sem bendir til þess að lækningin (tilraunabólusetningarnar) hafi reynst verri en sjúkdómurinn - miklu verri.