Trump sendi frá sér yfirlýsingu eftir að FBI fór inn á heimili hans

frettinErlentLeave a Comment

Donald Trump fyrrum forseti Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að FBI réðist inn á heimili hans í Flórída í gærkvöldi til að framkvæma húsleit, Trump var staddur í New York þegar atburðurinn átti sér stað.

„Þetta eru myrkrir tímar fyrir þjóðina okkar, þar sem fallega heimilið mitt, Mar-A-Lago í Palm Beach, Flórída, er um þessar mundir undir umsátri, og hertekið af stórum hópi FBI fulltrúa,“ sagði Trump forseti í yfirlýsingunni.

„Ekkert þessu líkt hefur áður gerst hjá forseta Bandaríkjanna. Eftir að hafa unnið í samvinnu með viðeigandi ríkisstofnunum var þetta fyrirvaralausa áhlaup á heimili mitt hvorki nauðsynlegt né boðlegt.

„Þetta er misnotkun á saksóknaravaldi, valdbeiting réttarkerfisins og árás róttækra vinstri demókrata sem vilja ekki að ég bjóði mig fram til forseta árið 2024, sérstaklega miðað við nýlegar skoðanakannanir, og þeir munu sömuleiðis gera hvað sem er til að stöðva repúblikana og íhaldsmenn í komandi fulltrúardeildarkosningar. Slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum löndum þriðja heimsins. Því miður er Ameríka nú orðið eitt af þessum löndum, spillt á stigi sem ekki hefur sést áður. Þeir brutust meira að segja inn í öryggisskápinn minn! Hver er munurinn á þessu og Watergate, þar sem aðgerðarmenn brutust inn í landsnefnd demókrata? Hér, aftur á móti, brutust demókratar inn á heimili 45. forseta Bandaríkjanna,“ bætti hann við.

Skildu eftir skilaboð