Þann 15. maí 2022 luku dönsk heilbrigðisyfirvöld bólusetningaráætluninni fyrir yfirstandandi tímabil en gert var ráð fyrir að hefja bólusetningaráætlun með Covid-19 sprautum fyrir suma markhópa á ný haustið og veturinn 2022/23.
Á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins segir nú að börn og ungmenni veikjast mjög sjaldan alvarlega af Covid-19 með omikron afbrigðinu. Frá 1. júlí 2022 verður því ekki lengur hægt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára að fá fyrstu sprautuna og frá 1. september 2022 verður ekki lengur hægt að fá annan skammtinn. Börn sem teljast í áhættuhópi munu eiga þess kost að fá undanþágu samkvæmt læknisráði.
Í maí var reyndar til staðar víðamikil sænsk rannsókn sem náði til næstum tveggja milljóna sænskra barna með COVID-19, þar sem smit innan skóla voru rannsökuð og smit innan fjölskyldna skólabarnanna sem sýndi að börnum stafaði lítil sem engin hætta af veirunni og að útbreiðsla í skólum væri lítil. Svíar virðast hafa tekið mark á rannsókninni og skólum var að langmestu haldið opnum.
Í júli birtist íslensk rannsókn um COVID-19 og börn í tímaritinu, The Pediatric Infectious Disease Journal. Höfundar rannsóknarinnar eru Ásgeir Haraldsson barnalæknir, Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir, Þorvarður Jón Löve gigtarlæknir og Kristín L. Björnsdóttir.
Þar kemur fram að börn hafi átt lítinn þátt í útbreiðslu faraldursins. Það var aldrei mikil útbreiðsla smita í skólum, 65% barna smituðust á heimili (af heimilismanni), en aðeins 12% í skóla eða dagvistun. Ekkert barn var lagt inn á sjúkrahús vegna Covid á tímabilinum og flest einkenni meðal barnanna voru væg.
One Comment on “Danir hætta að gefa börnum 18 ára og yngri Covid-19 sprautur”
Þó einhver sjái þetta sem einhver sigur að lönd í Evrópu eru að draga saman seglin og banna bólusetningar t.d. fyrir börn og yngri en 18.ára finnst mér frekar vera að þetta fólk sé að stíga nokkur skref afturábak til að ná trausti almennings aftur. Sjá t.d. Danmörk sem hefur ca 84% bólusettra sem er gríðarlega mikið eins og á Íslandi með yfir 90%. Er ekki hugsanlega skýringin á að þessi lönd bakki með frekari bólusetningar er að kvótanum hefur verið náð. Ef brot af þessu er satt um skaðsemi þessara sprautu óháð framleiðanda þá erum við að sjá gríðarlega aukningu á dánartíðni á komandi árum. Og vitandi að WHO er með öllum klækjum að reyna að fá lönd í heiminum til að staðfesta fullkomnlega stjórn þeirra á öllum aðgerðum sem lúta að faraldri í framtíðinni segir mér að þetta er rétt að byrja.