Dómarinn, Bruce Reinhart, sem heimilaði innrás FBI á heimili Donalds Trumps studdi forsetaframboð Barack Obama fjárhagslega árið 2008. Þá studdi hann andstæðing Trumps, Jeb Bush, í forvali repúblikana vegna forsetakosninganna 2016.
Á gamlársdag 2008 hætti hann störfum sem saksóknari hjá lögreglunni í Flórída til að vinna sem lögmaður.
Reinhart var síðan gerður að héraðsdómara fyrir fjórum árum eftir að hafa verið í um 10 ár í einkageiranum.
Eitt aðalstarf hans sem lögmaður var að aðstoða og verja nokkra af starfsmönnum hins alræmda barnaníðings Jeffrey Epstein sem lést í fangelsi 2019. Þeirra á meðal voru það flugmenn hans sem flugu fyrir hann flugvélinni Lolita Express, Larry Visoski, David Rodgers, Larry Morrison og Bill Hammond.
Hann vann einnig fyrir Sarah Kellen sem vann fyrir Epstein við skipulagningar og Nadia Marcinkova, sem var þekkt sem „júgóslavneski kynlífsþrællinn“ hans.
Strax daginn eftir að Reinhart hætt störfum hjá lögreglunni í Suður-Flórída á gamlársdag 2008 fór hann að vinna fyrir fyrrum starfsmenn Epstein.
Sakaður um að brjóta reglur til að ná hylli Jeffrey Epstein
Reinhart hefur upplýst að í störfum sínum hjá hinu opinbera hafi hann „stjórnað skjalaskrá sem náði til alls sviðs alríkisglæpa, þar á meðal fíkniefna, ofbeldisglæpa, opinberrar spillingar, fjármálasvika, barnakláms og innflytjenda“.
Árið 2011 var Reinhart sakaður um að hafa brotið reglur, þar sem hann hefði nýtt sér innherjaupplýsingar úr starfi sínu hjá hinu opinbera um rannsókn á málum Epstein m.a. til að ná hylli Epstein og þannig orðið sér úti um lögmannsverkefni fyrir starfsmenn hans. Þá hefði háttsemi hans brotið gegn réttindum þolenda glæpa.
Þessu neitaði Reinhart sem sagðist ekkert hafa komið að rannsókn á málum Epstein. Tveimur árum síðar, hins vegar, sögðu tveir fyrrverandi yfirmenn hans í bandaríska dómsmálaráðuneytinu að „á meðan Bruce E Reinhart var aðstoðar saksóknari komst hann að trúnaðarupplýsingum sem ekki voru opinberar um Epstein-málið“.
Árið 2018 sá Reinhart aftur ástæðu til þess að sverja af sér að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar úr rannsókninni á Epstein í lögmannsstörfum sínum. Hann hélt því líka fram að vinna hans fyrir starfsmenn Epsteins hefði ekkert haft með Epstein að gera, en þrátt fyrir það vildi Reinhart ekki gefa upp hver hefði greitt honum fyrir að vinna fyrir starfsmenn Epsteins.
Byggt á grein Daily Mail.