Barnalæknar víðsvegar um Bandaríkin eru í stríði við eigin fagfélög vegna umdeildra kynþroskabælandi lyfja sem reglulega eru gefin unglingum sem vilja skipta um kyn, segir í DailyMail.
Helstu sérfærðingar í barnalækningum saka samtök barnalækna í Bandaríkjunum (AAP) um að ýta skaðlegum lyfjum að ungmennum sem skilgreina sig trans, samkvæmt vítaverðum skjölum sem lekið hefur verið.
Skjölin sýna einnig að sérfræðingar telji að APP samtökin séu vísvitandi að þagga niður innanbúðar gagnrýni með því að loka á ráðstafanir til að endurskoða mikilvægar stefnur.
Skjölunum, sem lekið var af uppljóstrara, afhjúpa hvernig hinir almennu meðlimir AAP samtakanna víðsvegar í Bandaríkjunum gagnrýna harðlega þá annars flokks nálgun samtakanna að einblína fyrst og fremst á lyfja-og-hormónagjöf fyrir ungmenni sem skilgreina sig trans.
Læknar innan samtakanna fullyrða að margir unglingar myndu njóta góðs af ráðgjöf eða sálfræðimeðferð í staðinn - og hvetja þeir fagaðila til að velja varkárari nálgun sem nú er verið að innleiða af svipuðum fagfélögum í öðrum löndum.
Að hraða unglingum í gegnum sterkar lyfjameðferðir tekur gríðarlegan toll á ungan líkama og getur leitt til ófrjósemi og beinþynningar, segja gagnrýnendur. Hjá mörgum unglingum er umbreytingum fagnað, en aðrir sjá eftir meðferðinni og leitast við að snúa til baka.
AAP samtökin segja að meginreglur félagsins sem snúi að því að efla og ýta undir það kyn sem ungmennið velur sér, þar á meðal með lyfjum, kynhormónum og að lokum skurðaðgerðum - byggi á sönnunargögnum en að samtökin séu opin fyrir umræðum um stefnuna.
En reiðir meðlimir AAP samtakanna segja að samtökin hafi breytt reglum sínum til að koma í veg fyrir að meðlimir geti lagt fram ályktanir um að hefja endurskoðun á stefnunni. Það leiddi til þess að endurskoðuninni var vikið til hliðar á leiðtogaráðstefnu AAP sem lauk í Chicago á mánudag.
Þess í stað tóku meðlimir það óvenjulega skref að viðra áhyggjur sínar í athugasemdahlutanum fyrir sérstaka ályktun á vefsíðu AAP sem eingöngu er fyrir meðlimi.
Í athugasemdunum, sem lekið var til DailyMail.com, sögðu meðlimir AAP að félagið væri að „ýta undir mikinn skaða“, að meðferðarúræðin fyrir unglinga sem skilgreina sig trans væri byggður á „litlum og lélegum“ sönnunargögnum og að það væri varasamt að útvega lyf og hormón.
„Áður en kynskiptimeðferð er kynnt fyrir unga fólkinu, með öllum þeim siðferðilegum afleiðingum sem því fylgja (óafturkræfum líkamsbreytingum, ófrjósemi o.s.frv.) ... „viljum við ekki vera viss“ um að þetta sé besta leiðin? skrifaði einn áhyggjufullur barnalæknir.
Nánar um málið má lesa í frétt DailyMail.