Nýlega mátti lesa í Daily Mail frétt um að 4 af hverjum 10 hælisleitendum er hafa komið nýverið yfir Ermarsundið frá Frakklandi á bátum séu frá Albaníu, sem er sagt styrkja þá fullyrðingu innarríkisráðherrans, Priti Patel, að flestir er komi þá leið séu efnahagsflóttamenn. Einhver mun hafa lekið opinberri skýrslu um að af þeim 2,863 farendum er gengi smyglara fluttu til landsins frá 1 júní til til 12 júlí á þessu ári séu 1,075 Albanir, eða 37.5%. Í fréttinni segir að þjónusta smyglaranna sé auglýst á Tik Tok og að farið kosti allt að 5,500 pund á mann á sérsmíðuðum bátum sem keyptir séu beint frá Kína.
Samkvæmt tölumbreskra fangelsisyfirvalda voru 1,500 Albanir bak við lás og slá í Englandi og Wales á árinu 2021 og voru þeir langstærsti hópur útlendinga það árið, mun fleiri en Pólverjar (868) og Rúmenar (732) sem koma næst að fjölda. Kannski eru það ekki löghlýðnustu Albanirnir sem leita úr landi.
Fyrir nokkrum árum komfrétt á RÚVum að albanska mafían hefði yfirtekið fíkniefnamarkaðinn í Bretlandi. Upphafsorð fréttarinnar voru:
„Albanska mafían er háþróuð, vel skipulögð og skilar alltaf sínu. Hún hefur yfirtekið nær algjörlega fíkniefnamarkaðinn í Bretlandi og vinnur náið með ítölsku mafíunni 'Ndrangheta. Þeir heita Hellbanianz og eru þekktir fyrir dæmalaust ofbeldi og eru áberandi á samfélagsmiðlum. Glæparapp, Ferrari-bílar, fimmtíu punda seðlabúnt og Rolex-gullúr. Allt hjálpar þetta til að skapa ótta og orðstír og tryggja stöðuga nýliðun í hópnum. Enginn skortur á ungu fólki sem þráir að komast inn í hlýjuna hjá Hellbanianz."
Richard Tice leiðtogi Reform UK gagnrýndi ríkisstjórnina í kjölfar fréttarinnar um alla þessa hælisleitendur frá Albaníu. Albanía væri meðlimur NATO og hefði sótt um aðild að ESB. Bretar færu jafnvel þangað í frí. „Góða fólkið" innan ríkisstjórnarinnar hefði sagt að allt þetta bátafólk væri að flýja stríð og ofsóknir en nú viti menn að ríkistjórnin vissi að svo væri ekki - vissi það en sagði almenningi ekki frá því. Hann segir einnig: "Og hérna er kjarni málsins, stóra spurningin - sértu Albani þá geturðu fengið 180 daga vísa ódýrt og flogið löglega til Bretlands með þetta vísa fyrir nokkur hundruð evrur. Menn geti unnið sem farandverkamenn mánuðum saman. Breskum efnahag til góða. Svo ef menn geta komið hingað löglega til að vinna eða í heimsókn, af hverju ættu þeir að borga mun meiri peninga til að koma hingað ólöglega og setja sig í stórhættu með því að koma með litlum bátum?
Já, af hverju? Er þetta fólk (mest ungir karlmenn) allt á vegum albönsku eiturlyfjamafíunnar? Borgar hún farið og heldur farendunum í varanlegri skuld? Og af hverju eru svo fáir Albanir sendir úr landi þótt þeir eigi tæpast rétt á hæli og komist gjarnan í kast við lögin? Priti Patel hefur kennt mannréttindasamtökum um - að lögfræðingar þeirra berjist með kjafti og klóm fyrir rétti allra er sæki um hæli til að fá að dvelja í Bretlandi - en er hún einu sinni að reyna að koma lagi á hælisleitendakerfið? Sé hún að reyna það í alvöru þá er hún ekki mikilvirk sem innanríkisráðherra.