Í kjölfar húsleitar FBI á heimili Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforsetia, í Flórída bárust fyrst fregnir af því að FBI hafi krafist þess að slökkt yrði á öllum öryggismyndavélum.
Það var aftur á móti ekki gert. Að sögn Eric Trump, sonar fyrrum forsetans, neitaði starfsfólk Mar-a-Lago að slökkva á eftirlitsmyndavélunum.
Eric heldur því fram að til séu upptökur af FBI-fulltrúum þar sem þeir haga sér á óviðeigandi hátt og leita á stöðum sem þeir ættu ekki að vera leita á.
Að sögn Eric neyddu fulltrúar FBI, Christinu Bobb, lögfræðing Trump til að bíða úti í innkeyrslunni á meðan FBI framkvæmdi húsleitina.
„Það voru þarna 30 manns frá FBI,“ sagði Eric. „Þeir sögðu við lögfræðing okkar: „Þú verður að fara úr húsinu núna. Slökktu á öllum öryggismyndavélum.“
„FBI fulltrúarnir neituðu í fyrstu að afhenda lögmanninum húsleitarheimildina, síðan sýndu þeir honum hana í um 10 feta fjarlægð,“ sagði Eric. „Þeir vildu ekki láta hana hafa afrit af heimildinni. Að lokum fékk hann þó að sjá skjalið.
Viðtal við lögmann Trump má horfa á hér: