Lyfja-og lækningavörufyrirtækið Johnson & Johnson (J&J) mun hætta að selja talkúm barnapúður sitt um allan heim í kjölfar málaferla.
Ákvörðuin er tekin tveimur árum eftir að fyrirtækið hætti að selja púðrið í Bandaríkjunum og segist ætla að nýta maíssterkju í vöruna á heimsvísu árið 2023.
J&J á yfir höfði sér um 38.000 mál frá neytendum sem halda því fram að talkúmvörur fyrirtækisins hafi valdið krabbameini vegna asbesteitrunar.
En fyrirtækið hélt því fram, jafnvel eftir að hætta að framleiða púðirið með talkúmi, að „áratuga óháð vísindaleg greining“ sýndi að varan „væri örugg, innihéldi ekki asbest og valdi ekki krabbameini.“
Fyrirtækið sagði í yfirlýsingu: „Johnson's barnapúðrið sem inniheldur maíssterkju er nú þegar selt í löndum um allan heim.“