Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic dró sig formlega út úr Opna Cincinnati mótinu í Bandaríkjunum sem hefst í dag, en það er enn von um að hann gæti spilað á Opna bandaríska sem hefst 29. ágúst.
Djokovic getur sem stendur ekki ferðast til Bandaríkjanna sem óbólusettur erlendur ríkisborgar en Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, slakaði aftur á móti á mörgum Covid reglum í Bandaríkjunum á fimmtudag, þar sem hætt er að mestu að gera greinarmun á þeim sem hafa látið sprautað sig með Covid efnum og þeim sem hafa það ekki.
Það eitt og sér gæti breytt áætlun Djokovic á næstu vikum.
Djokovic, sem er 35 ára og 21-faldur stórmótsmeistari, hefur sagt að hann muni ekki fara í Covid sprautur, jafnvel þó það þýði að hann geti ekki spilað á hinum ýmsu mótum. Hann missti af Opna ástralska meistaramótinu í janúar eftir að hafa verið vísað úr landi og þurfti að sleppa tveimur mótum í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.
Heimild: Forbes.
One Comment on “Djokovic verður mögulega með á Opna bandaríska mótinu vegna breyttra reglna CDC”
Gott hjá honum að láta ekki þvínga sig neitt í eitthvað sem hann vill ekki