Sonur Nancy Pelosi, Paul Pelosi Jr., er annar stærsti fjárfestirinn í 22 milljón dollara kínversku fjarskiptafyrirtæki að því er DailyMail segir frá.
Tengsl sonarins við kínverska fyrirtækið, Borqs Technologies, komu í ljós þegar Pelosi tók soninn í leyni með í viðskiptaferð til Taívan í síðustu viku til að takast á við yfirgang kínverskra stjórnvalda erlendis og áhrif kínverskra fyrirtækja í Bandaríkjunum.
Paul sést á myndum við hlið forseta Taívans, Tsai Ing-wen og annarra æðstu ráðamanna í Taívan.
Hann starfaði hjá Borqs Technologies,í stjórnar- og ráðgjafahlutverki og fékk stóran hlut í fyrirtækinu fyrir þjónustu sína, sem gerði hann að fimmta - og síðar næststærsta hluthafanum.
Nafn sonarinas var ekki skráð í opinberu sendinefndina sem skrifstofa forsetans sendi frá sér, en í yfirlýsingu viðurkenndi Nancy Pelosi að sonur hennar væri „fylgdarmaður“ hennar í ferðinni í stað eiginmanns hennar.
Tengsl Paul Pelosi við kínverska fyrirtækið gætu sett móður hans, þingforsetann, í erfiða stöðu vegna núverandi herferðar hennar til að takast á við yfirgang kínverskra stjórnvalda erlendis og áhrif þeirra á bandarískum fyrirtækjamarkaði.