Tavistock transgender heilsugæslustöðin í London gæti átt yfir höfði sér fjölda lögsókna „frá um 1.000 barnafjölskyldum sem halda því fram að börnum þeirra hafi verið hraðað í gegnum kynþroskabælandi meðferð.“
Þúsundir ungmenna voru í meðferð hjá Tavistock miðstöðinni og var mörgum þeirra ávísað sterkum kynþroskabælandi lyfjum til að seinka upphafi kynþroskaskeiðsins.
Heilbrigðisstofnun Englands, NHS, hefur nú fyrirskipað að stofnuninni verði lokað í kjölfar vítaverðrar skýrslu.
Dr. Hilary Cass barnalæknir sagði við NHS að engin leið væri að vita hvort lyfin geti „truflað“ það ferli þegar börnin eru að skilgreina kynvitund sína, frekar en að „kaupa tíma“ fyrir þau.
Hún vakti einnig athygli á því að lyfin gætu truflað þroskaferli heilans og haft áhrif á dómgreind barnanna.
Niðurstöður hennar auka líkur á því að börnin sem fóru í meðferð hjá Tavistock og foreldrar þeirra geti nú höfðað skaðabótamál á hendur NHS.
Þeir gætu reynt að sýna fram á að þeir hafi hlotið skaða af lyfinu, breytingar sem starfsmenn miðstöðvarinnar eru sagðir hafa haldið fram að væri „afturkræfar að fullu“ þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um.
Sjúklingarnir geta einnig haldið því fram að þeir hafi ekki getað veitt upplýst samþykki um lyfjagjöfina sökum skorts á þekkingu um langtímaáhrif lyfjanna.
Þekkt dómsmál var höfðað gegn Tavistock af transmanninum Keira Bell, sem skipti um kyn eftir að hafa verið gefin kynþroskabælandi lyf sem hann sá eftir síðar.
Heimild: Daily Mail.