Idol og West End stjarnan Darius Campell Danesh látinn 41 árs gamall – dánarorsök ókunn

frettinErlentLeave a Comment

Skoski leikarinn og söngvarinn Darius Campbell Danesh er látinn, 41 árs gamall. Danesh varð frægur þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan.

Danesh lenti í þriðja sæti í Pop Idol árið 2002  og eftir það fór hann að gefa út tónlist og náði lagið hans Colourblind fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og platan hans Dive In komst í topp tíu á listanum.

Eftir að tónlist hans náði vinsældum fór hann að leika í West End og tók þátt í uppsetningu nokkurra söngleikja.

Danesh fannst látinn á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum 11. ágúst sl. og  hefur fjölskylda hans nú tilkynnt um andlátið. Hún sagði að dánarorsök væri enn ókunn en lögreglan telji ekki að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Skildu eftir skilaboð