Fyrrum söngvari ensku reggae hljómsveitarinnar UB40, Matt Hoy, hefur nú talað í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann neyddist til að hætta í hljómsveitinni í júní á síðasta ári þar sem hann ákvað að fara ekki í Covid sprautur. Hoy sem hafði verið meðlimur í ensku sveitinni í ellefu ár spjallaði við kanadíska þáttastjórnandann Mark Steyn hjá GB News um málið.
Hann sagði meðal annars: „Að láta taka frá sér áralangan starfsferil út af sprautu er ógnvekjandi tilhugsun. Þetta er mismunun.
„Að vera í hljómsveitinni var eins og að eiga aðra fjölskyldu - hvar var tryggðin?“
Hoy hefur þjáðst af hjarta- og æðasjúkdómum í nokkur ár og var ráðlagt árið 2019 að fara í flensusprautu.
Hann sagði: „Eftir að mér var ráðlagt að taka flensubóluefni þar sem ég var með hjartasjúkdóm, fann ég fyrir alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal mikilli bólgu í eitlum og hjartsláttartruflunum.“
Fyrir vikið sagði Hoy: „Mér var ráðlagt af heimilislækni að taka ekki Covid bóluefnið. Ég lagði þetta fyrir stjórnendur hljómsveitarinnar en þeir virtu það algjörlega að vettugi.
Hoy hefur sýnt GB News sönnunargögn þess efnis að honum var sagt að hann gæti ekki haldið áfram að spila með hljómsveitinni án Covid sprautuefna.
„Þegar áhættuþættir hans voru teknir með í reikninginn ásamt sjúkrasögu hans og sögu um aukaverkanir við fyrra (flensu) bóluefni, vó áhættan þyngra en ávinningurinn. Ásamt því að bóluefnið veitir ekki öðrum vernd, þá var engin þörf fyrir Hoy að fá bóluefnið vegna annarra hljómsveitarmeðlima.“
Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 og er þekktust fyrir smáskífur eins og Red Red Wine og Can't Help Falling in Love. Stofnmeðlimurinn og aðalsöngvarinn Ali Campbell yfirgaf hljómsveitina árið 2008 og Hoy gekk til liðs við bandið sem söngvari árið 2010. Árið 2014 yfirgaf Astro upprunalega UB40 til að ganga til liðs við Campbell og Hoy til að stofna aðra UB40 sveit með Ali Campbell og Astro. Astro lést síðar árið 2021 eftir „stutt veikindi.“
Hoy hefur lengi þjáðst af geðheilsuvanda og það að yfirgefa hljómsveitina ýtti mjög undir þunglyndi hans.
„Facebook-síðan mín varð samfélagsvettvangyr fyrir þá sem þjást af geðheilbrigðisvanda vegna bólusetningaskyldu sem og áhrifa af lokunaraðgerðum.“
„Að missa vinnuna er að missa lífsviðurværi sitt, ég ætti að vita það. Við höfum algjörlega vanmetið áhrif þessarar stefnu á geðheilsu okkar. Þetta er stóra hneykslið í þessum faraldri.“
Viðtalið við Matt Hoy má sjá hér neðar: